Friday, January 27, 2012

Stockholm

Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði inn á síðuna. Ástæðan fyrir því eru flutningar á milli landa og fyrst og fremst skortur á nettengingu.
Nú er ég með ágætis nettenginu í bili og ákvað því að rita nokkrar línur.

Fyrst vil ég byrja á því að óska Arnari litla frænda okkar innilega til hamingju með daginn sinn í dag. Hann á 7 ára afmæli í dag og við vonum að hann njóti dagsins alveg í botn í Noregi! Knús til þín elsku Arnar! 

Við fluttum til Stokkhólms 16.janúar sl. Ferðalagið gekk mjög vel og sváfu tvíburakrúttin alla leiðna í flugvélinni, foreldrunum til mikillar ánægju!
Við vorum að sjálfsögðu með ansi mikinn farangur og fengum stóran leigubíl þar sem við gátum sett tvo barnabílstóla í til þess að sækja okkur á völlinn.
Það var dálítið skrýtin tilfinning að keyra í íbúðina okkar sem hvorugt okkar hafði komið í.  Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum þegar við komum. Íbúðin er alveg frábær og gæti ekki verið betur staðsett. Við erum með moll eiginlega í bakgarðinum og í því er allt að finna sem maður helst þarf. Þar eru allar helstu fatabúðirnar, matvöruverslanir, pósthús og margt fleira.

Billi byrjaði að vinna sl. mánudag og er að komast inn í þetta allt saman. Það er strembið að vera hent út í djúpu laugina og byrja að vinna á sænsku án þess að kunna hana af einhverju viti. En þetta kemur allt, hver dagur er betri en sá síðasti segir hann 
:)

Ég er heima eins og er með tvíburana. Við erum dugleg að fara út á róló og í göngutúra og svona. Svo vonandi komast þau inn á leikskóla sem fyrst!

Við eigum nokkra vini hér sem voru með Billa í læknisfræðinni og erum við búin að vera dugleg að hittast og elda og svona. Í gærkvöldi pöntuðum við okkur öll sushi hingað heim til okkar, það var voðalega huggulegt. Það verður a.m.k gert einu sinni í viku sem er ekkert nema gott.




Okkur líður alveg stórkostlega hér í Stokkhólmi. Við söknum nú allra heima á Íslandi samt og hlökkum til að fá okkar nánasta fólk í heimsókn! :)

xxx
brynja-g