Friday, December 13, 2013

Gleðilega Luciu!

Í dag halda Svíar upp á Santa Lucia. Í dag fer ég í síðasta prófið mitt fyrir jól. 
Mikið sem það verður gott að ljúka því af. 
Börnin mín bestu fá að halda Luciu fögnuð í leikskólanum. Þar klæða þau sig upp sem Santa Lucia og Piparkökustrákur og syngja Luciu lagið. Eftir þessa athöfn er svo jólakaffi fyrir foreldrana.

Fögnuðurinn hefst kl. 15 og prófið mitt byrjar á sama tíma. Ég er mjög svekkt yfir að geta ekki tekið þátt í þessu með þeim en stundum verður maður að fórna ýmsu í þágu einhvers annars.
Billi kemst sem betur fer og getur tekið þetta allt saman upp fyrir mig.

Piparkökustrákurinn minn og Lucian mín.


Jæja, best að klára að fara yfir efnið.

Eigið góðan föstudag. Loksins komin helgi.

brynja-g 

Wednesday, December 11, 2013

Stekkjastaur kom fyrstur....

Mikið sem við áttum góða daga með tengdaforeldrum mínum. Börnin gjörsamlega nutu sín í botn og þau eru klárlega heppnust í heimi með ömmu og afa. 
Fyrst ég er á þeim nótunum verð ég að segja að ég er líka heppnust í heimi með tengdaforeldra. Anna og Billi eru með þeim bestu manneskjum sem ég hef á ævinni kynnst og ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þau að. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona mikið af góðu fólki í kringum sig. 
Takk aftur fyrir samveruna.

Tölfræði/aðferðarfræði prófið er afstaðið og nú tekur við næsta og síðasta prófið (á árinu). Taugasálfræðin góða. Svo eru reyndar tvö próf í janúar líka og þá er önninni lokið. 
Þetta er svolítið öðruvísi uppbyggt hérna úti eins og ég hef áður talað um. Svo að þessi önn klárast í rauninni ekki fyrr en um miðjan janúar. Öðruvísi, en ágætt.

Snjórinn er allur farinn hjá okkur, mér til mikils ama. Ég bið og vona að við fáum að minnsta kosti hvít jól. Í fyrra var allt á kafi á þessum tíma og hafði verið það í nokkrar vikur. Það kyngdi niður snjónum nánast á hverjum degi og það var svo ótrúlega jólalegt. Það eru ennþá smá séns að hann komi.

Í kvöld kemur svo fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur. Við erum svo heppin að þrátt fyrir að við búum í Svíþjóð þá finna jólasveinarnir alla íslensku krakkana. 
Tvíeykið er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. 
Það verður spennandi að sjá hvað Stekkjastaur kemur með.




Að lokum langar mig að deila með ykkur að mig langar rosalega í þessa peysu úr Gina Tricot.
Eins og margir vita þá elska ég jú blúndur og ljósan lit. 
Þessi er nú heldur betur í takt við það.
Kannski les jólasveinninn bloggið mitt.




brynja-g

Sunday, December 8, 2013

KOMA SVO

Börnin mín eru á jólaballi ásamt pabba sínum og ömmu og afa. Í þessum skrifuðu orðum eru þau að fá jólapakka frá jólasveininum sem að þau hafa ekki hitt síðan þau voru agnarsmá á Íslandi.
Ég vorkenni mér alveg svakalega að fá ekki að upplifa þetta með þeim.

Dagurinn minn er búinn að vera svona;

Metnaðurinn var mikill framan af...


...fór svo yfir í þetta...



...síðan þetta...



... og endaði svo í þessu.










Eftir að hafa tekið mér pásu í þetta blogg og vorkennt mér aðeins meira rakst ég á þessa mynd.




All fyrir þig Ryan, farin að læra!



Þið hin, YOU CAN DO THIS!!!


brynja-g








Saturday, December 7, 2013

Laugardagur til lærdóms

Í gær kom fyrsti snjórinn. Loksins. 
Ég var farin að halda að hann myndi ekki láta sjá sig fyrir jól, sem betur fer gerði hann það blessaður.



Þessi helgi fer eins og hjá svo mörgum öðrum í lærdóm. Billi er að vinna í dag svo að ég er mjög heppin að hafa tengdaforeldra mína hjá mér til þess að vera með krökkunum. 
Þeim finnst það sko ekki leiðinlegt.
Mér heyrist sem dagurinn verði stútfullur af fjöri. 

Á meðan les ég allt um aðhvarfsgreiningu, skewness, kurtosis og leif. Mikið hlakka ég til. Eða ekki.



EN...bráðum búið!

Njótið dagsins.

brynja-g

Thursday, December 5, 2013

"Our children are the future"

Akkurat á þessu augnabliki sit ég í klínískum sálfræðitíma við Stocholms Universitet. Þetta eru mjög áhugaverðir tímar og skemmtilegt að sitja í þeim...svona oftast.

Í dag höfum við mikið talað um meðferð. Það er að segja, viðtalsmeðferð sem fer fram hjá sálfræðingum. Mér finnst erfitt að ímynda mér hvað ég vil gera þegar ég klára þessa menntun.

Ég er ekki viss um að ég hafi áhuga á því að sitja allan daginn og hlusta á fólk skýra frá vandamálum sínum og hjálpa því að leysa þau.
Það er mikilvægt starf, en ég er ekki viss um að ég vilji vinna við það alla mína ævi.

Mitt aðaláhugasvið í náminu hefur hingað til verið börn. Þroskasálfræði og allt sem kemur henni við. 
Mér finnst það einstaklega áhugavert og gaman að hugsa hvernig foreldrar/forráðamenn geta alið börnin sín vel upp og mótað heilsteypta og hamingjusama einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út í samfélagið. 
Það er auðvitað mikið og vandasamt verk. En það er líka eins og með svo margt annað, ekki eitthvað sem er hægt að læra einn, tveir og þrír heldur lærir fólk mikið af reynslunni. 

Það er áhugavert að steypa sér í vangaveltur um hvernig viðbrögð og hegðun foreldra/forráðamanna geta skipt sköpum fyrir barnið seinna á lífsleiðinni. 

Uppeldisaðferðir hafa í gegnum tíðina verið jafn misjafnar og þær eru margar. Mér finnst til að mynda hrikalegt að hugsa til þess að einu sinni hafi það verið "normið" að láta börn gráta sig í svefn, að það verði að líða x langur tími á milli brjóstagjafa og barnið verði bara að bíða þess á milli. 
Það er óhuggulegt að hugsa til þess að það hafi einnig verið "normið" að beita líkamsrefsingum og að börn hafi ekki verið talin "alvöru" einstaklingar þar til að þau náðu ákveðnum aldri og þar af leiðandi komið fram við þau eins og þeirra tilfinningar og álit skiptu engu máli.



En þetta er sem betur fer breytt í dag og ég neita að trúa því að þetta verði einhvern tíman aftur "normið".
Ég vona að þroskasálfræðingar muni halda áfram að komast að hinu og þessu sem getur bætt uppeldi barna til hins betra. 

Það er nefnilega svo rétt hjá hinum forna Aristotle og henni Whitney Houston heitinni, að börnin okkar eru framtíðin.




Í hraða nútímasamfélags er allt of algengt að foreldrar telji sig ekki hafa tíma fyrir börnin sín og láti það í hendur einhverra annarra að hugsa um þau. Ef fólk ákveður á annað borð að eignast börn er svo mikilvægt að gefa sér tíma í að sinna þeim eftir bestu getu því þessi tími kemur aldrei aftur.



Hlúið vel að börnunum ykkar og gefið þeim allan þann tíma sem þau þurfa á að halda frá ykkur.

Knúsið þau extra mikið í kvöld.

brynja-g

Tuesday, December 3, 2013

Heimsóknir og jólaskap

Þessa dagana erum við sænska fjölskyldan með heimsókn. Við vorum svo heppin að fá Billa afa og Önnu ömmu til okkar.
Það er svo ótrúlega dýrmætt að fá fólkið sitt til sín. Börnin njóta sín í botn og eiga í engum erfiðleikum með að plata ömmu og afa í að dekra þau. Við foreldrarnir erum algjörlega í öðru sæti þessa dagana en það er líka bara í fínasta lagi. Mér finnst svo mikilvægt að þau nái að tengjast ömmum og öfum vel þrátt fyrir að við búum erlendis. Það er gott að hafa fleiri fyrirmyndir í lífinu en foreldra sína. 
Svo verðum við svo heppin að fá ömmu Guðrúnu og afa Gumma yfir jólin, mikið verður það notalegt.










Annars er mig farið að langa í snjó! Ég skoða myndirnar frá Íslandi og snjónum þar og lít svo út um gluggann á auðar göturnar. Mér finnst alveg vera kominn tími til þess að fá hvíta jörð og jólastemmningu.

Á sunnudaginn sl. fórum við einmitt á jólamarkað og svo hrikalega fínt jólahlaðborð. Það var ótrúlega gaman að fá smá jólaanda. Við erum að sjálfsögðu búin að skreyta hjá okkur en það er alltaf extra skemmtilegt að gera eitthvað svona öðruvísi jólalegt. 
Það vantaði bara snjóinn.
Hann fer vonandi að láta sjá sig, að minnsta kosti fyrir jól vona ég.

brynja-g