Sunday, April 22, 2012

Sunnudagur til sælu

Það er eiginlega óhuggulegt hvað tíminn líður hratt. 
Helgarnar þjóta áfram og þegar mannig finnst vikan rétt byrjuð þá er aftur komin helgi!
Þá er bara eitt í stöðunni, njóta núverandi stundar. Það er nákvæmlega það sem við fjölskyldan gerðum þessa helgina.

Við fórum mikið á "lóló" (róló) með krökkunum, sem er um það bil það skemmtilegasta sem þau gera. Það jafnast ekkert á við að sjá börnin sín ánægð og skemmta sér vel. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því.

Í gærkvöldi fórum við svo í frábært matarboð með góðum vinum og áttum ótrúlega ljúfa kvöldstund. Það er svo mikilvægt að rækta félagslega netið í kringum sig og vera duglegur að "vökva" vináttuna.

Dagurinn í dag hefur mest megnis verið letidagur (fyrir utan "lóló" ferð að sjálfsögðu) og finnst mér alveg ótrúlega gott að hlaða batteríin fyrir komandi viku með þeim sem manni þykir vænst um.



Ég vona að þið hafið notið helgarinnar.
xxx
brynja-g

Thursday, April 19, 2012

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar! (Samkvæmt Íslandi)

Ég held að það sé aðeins farið að vora af viti hérna hjá okkur. Núna er 10 stiga hiti og hálfskýjað. Við kvörtum ekki yfir því. Miðað við veðurspá næstu viku þá er vorið að koma á næstu dögum.

Tvíburarnir byrja formlega í leikskólanum næsta fimmtudag. Ég er ekkert smá spennt. Ég held að þeim eigi eftir að þykja svo rosalega gaman að byrja að leika við aðra krakka og fá útrás. Ætli aðlögunin verði ekki svolítið strembin fyrst. Þau eru orðin svo háð mömmu sinni, enda alltaf með mér! 
En þetta verður bara gaman.

Við hjónaleysin vorum að panta okkur ferð til Möltu í maí. Við fljúgum út á afmælisdaginn minn og verðum í 5 nætur. Við erum einnig alveg hrikalega spennt fyrir þessari ferð svo að það er til mikils að hlakka á næstunni!
Þessi ferð er ætluð sem algjör afslöppun á all inclusive hóteli. Við pöntuðum okkur á Seabank Resort and Spa.



Við sjáum þessa ferð fyrir okkur sem tækifæri til þess að hlaða batteríin og njóta þess að vera aðeins bara við tvö. Við ætlum að reyna að fara að snorkla á fallegu eyjunni Gozo. Hún á að vera alveg rosalega falleg með "Blue Lagoon" þar sem að vinsælt er að snorkla.


Gozo

Svo er auðvitað nauðsynlegt að fara á ströndina, sleikja sólin og sulla í sjónum.


Ég vona að þessar myndir hafi hlýnað ykkur um hjartarætur.

Eigið góðan dag.

xxx
brynja-g




Sunday, April 15, 2012

Sunnudagskósý

Ég átti ekki til orð þegar ég leit út um gluggan í gærmorgun. 
Þetta blasti við mér.


Ég sem hélt að það ætti að vera komið vor í Stokkhólmi!
Það hlýtur þó að vera á næsta leyti og ég mun bjóða það hjartanlega velkomið þegar það loksins lætur sjá sig.

Föstudagskvöldið var mjög vel heppnað. Ég var reyndar eitthvað óheppin með Sushi þetta kvöldið. Það var allavega greinilega ekki alveg ferskt. Það er svo hrikalega slæmt að lenda á vondu Sushi, það verður til þess að maður hefur lítinn sem engan áhuga á að fá sér Sushi aftur. En það kemur.

Ég var víst búin að lofa mynd af dressinu. Ég hins vegar steingleymdi að taka mynd á sjálfu kvöldinu en skellti mér aftur í dressið í gærkvöldi og tók eina mynd svo ég gæti staðið við stóru orðin.
Á föstudagskvöldið var mjög vont veður og fannst mér ekki alveg við hæfi að fara í svona svakalega sumarlegu outfitti svo að ég valdi svarta skyrtu í staðinn fyrir ljósa toppinn.


Mér fannst þetta bara koma vel út!

Í dag er ennþá snjór yfir hólminum en við ætlum nú að drífa okkur út og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Það er svo margt sniðugt hægt að gera með krökkum hérna svo að við höfum alltaf einhverjar hugmyndir. 
Kósý sunnudagar eru með þeim bestu!

Ég vona að þið eigið yndislegan dag.

xxx
brynja-g

Friday, April 13, 2012

Mynta mynta mynta

Ég er eins og svo margar aðrar, veik fyrir myntugrænu þessa dagana. Þar sem að við hjónaleysin erum nú að kíkja út á lífið í kvöld ákvað ég að nýta tækifærið og splæsa í nýtt dress...ekki leiðinlegt það!

Gina Tricot varð fyrir valinu að þessu sinni og ég keypti mér þessar ó svo fallegu buxur.


og svo keypti ég mér ótrúlega fallegan ljósan, eiginlega hvítan, bol við.
Ég er mjög spennt að prufukeyra dressið. 
Til þess að ganga skrefinu lengra keypti ég líka myntugrænt naglalakk frá L'oreal.



Það er magnað hvað svona litlir hlutir eins og naglalakk getur gert mikið fyrir heildarútlitið!

Ég verð allavega aldeilis myntugræn þetta kvöldið. Restina á ég nú eftir að velja en það er líka allt í lagi að skilja eitthvað eftir fyrir seinnipartinn.
Aldrei að vita nema ég skelli inn mynd af dressinu seinna.

xxx
brynja-g

Thursday, April 12, 2012

It's been a long time

Það er allt of langt síðan ég skrifaði síðast. Það hefur margt skemmtilegt drifið á daga okkar hér í hólminum síðustu vikur. Við höfum fengið skemmtilegar heimsóknir, farið í heimsóknir og margt fleira. Við erum orðin nokkuð sjóuð í borginni og okkur líður svo sannarlega vel hérna. Þessir fyrstu mánuðir eru alltaf erfiðastir fyrir alla og finnum við mikinn mun á lífinu eins og það var fyrir mánuði og eins og það er núna. Þetta er allt upp á við.

Tvíburarnir voru að fá tilboð um að byrja í leikskóla í lok apríl. Mamman var ekkert smá glöð með þessar fregnir. Þau eru orðin svo stór og þurfa svo innilega á því að halda að fara að leika við aðra krakka og vera meira úti og svona. Þeim á örugglega eftir að líka vel við leikskólalífið!

Ég sótti svo sjálf um í háskólanám í vikunni. Það er mjög erfitt að komast inn í nám hér í Stokkhólmi svo að ég hafði bara nokkur fög á lista í von um að komast inn í eitthvað!

Vorið lætur eitthvað bíða eftir sér þessa dagana. Það var komið fínt veður fyrir ca. 3 vikum en svo kom páskahret og eftir það hefur bara verið skýjað og ekkert sérstakt veður. Við bíðum spennt eftir vorinu hér á bæ. Það verður gaman að upplifa sumar í hólminum.

Við ætlum að kíkja út á lífið annað kvöld með vinum okkar. Aldrei að vita nema maður splæsi í ný föt í því tilefni.

Ég er allavega veik í þessar hér úr H&M...


Eigið góðan dag.
xxx
brynja-g