Tuesday, February 19, 2013

Vegna mikilla kvartana yfir því að ekki sé hægt að kommenta á bloggin mín hef ég loksins opnað fyrir það fyrir áhugasama! Svo endilega, skiljið eftir ykkur spor því það er svo gaman fyrir mig að vita hverjir eru að lesa.

Rétt fyrir jól á síðasta ári var stofnaður saumaklúbbur sem að ég er partur af. Ég er komin með nýtt verkefni sem mig langar til þess að sýna ykkur. Ég fór á síðuna Ravelry sem er svo ótrúlega sniðug fyrir fólk sem hefur gaman að því að prjóna eða hekla og fann mér uppskrift.
Ég er að hekla kraga á dóttur mína sem ég hlakka svo til að klára svo að hún geti farið að nota hann. 
Hvernig hann mun koma út er svo annað mál, en mér finnst hann alveg ofsalega fallegur og ef hann verður ljótur hjá mér, þá geri ég hann bara aftur!

Kraginn

Þessi yndisfríða dúlla er líka alveg hrikalega mikið krútt og skemmir ekki fyrir á myndinni!

xxx
brynja-g

Friday, February 15, 2013

Heimsóknir heimsóknir!

Síðustu dagar hafa heldur betur verið skemmtilegir!
Við erum búin að vera svo heppin að fá tvær heimsóknir á stuttum tíma og nutum þess í botn. Fyrst fengum við Tómas og Sari til okkar og nutum þess að hafa þau hjá okkur. Þau voru reyndar svo óheppin að vera svolítið lasin þessa daga en við reyndum nú samt að skemmta okkur vel. Auður vinkona var svo yndisleg að koma og passa tvíburana svo að foreldrarnir gætu farið út að borða með vinunum. Ferðinni var heitið á Ljunggren, sem ég hef nú talað um áður og vorum við að sjálfsögðu ekki svikin það kvöldið.








Þegar við vorum búin að kveðja hjónaleysin tók við önnur heimsókn. 
Elskulega mágkona mín hún Harpa kom með fallega litla frænda minn hann Guðmund. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér fannst ótrúlega gott (og gaman) að hafa þau.
Guðmundur er náttúrulega afburðar fallegt og skemmtilegt barn og reyndi ég að knúsa hann eins vel og ég gat á meðan dvölinni stóð.
Að þessu sinni var það reyndar ég sem var óheppin og nældi mér í flensu á meðan þau voru hjá okkur. En ég lét það ekki stoppa mig og dró þau með mér út um allan Stokkhólm, vel dópuð að verkjalyfjum.


Ómetanlegar stundir




Þau fóru heim í gær og er ég búin að slaka vel á síðan. Börnin urðu svo líka veik í gær svo að þetta er algjört pestabæli þessa dagana. 
Billi tók sér frí í dag til þess að huga að veika fólkinu sínu, það var voðalega gott.

Annars er nú ekki mikið framundan í augnablikinu annað en lærdómur. Mig langar reyndar að fara á sýningu á Fotografiska safninu hérna í Stokkhólmi með honum David LaChapelle. Hann gerir myndir af frægu fólki þar sem það er sett í óraunverulegar aðstæður og eiga myndirnar til að vera svolítið ögrandi. Þær eru öðruvísi og skemmtilegar!


BJÖRK




Sýningin stendur til 3.mars svo að ég ætti nú að geta komið því að að líta við.

Við Harpa ætluðum einmitt á þá sýningu sl. miðvikudag en það fór út um þúfur þegar ég villtist í miðbæ Stokkhólms á bílnum!
(Nei ég er ekki með GPS í bílnum)
Það er fínt að geta keyrt stærri vegi eftir Google maps á i-phone og sjá svona gróft hvernig leiðin liggur en þegar kemur að því að treysta á það alveg downtown, mæli ég ekki með því. Þetta var orðið ansi skrautlegt á tímabili hjá okkur. 

Eigið góða helgi!

xxx
brynja-g


Friday, February 1, 2013

1.febrúar

Ég verð alltaf hálf fegin þegar janúar er búinn. Sá mánuður er alltaf hálf drungalegur. En nú er kominn febrúar og það styttist í vorið með hverjum deginum.

Það er búið að vera mjög gott veður hérna þessa vikuna, í kringum 2°C. Í dag kólnaði svo aftur og má búast við einhverjum kulda á næstu dögum.

Það er alveg rosalega mikið að gera í skólanum þessa dagana og hef ég því ekki einu sinni farið inn á bloggið. Ég skal reyna að vera duglegri og setja inn færslur, þó að þær séu bara stuttar og ómerkilegar.

Það er fullt framundan þessa helgina. Við fáum góða vini í heimsókn í kvöld, ég fer í afmæli annað kvöld og svo bara almenn gleði með fjölskyldu og vinum.

Í næstu viku fáum við góðan vin í heimsókn og hlökkum mikið til. Það er æskuvinur hans Billa og ég efast ekki um að það verði gaman hjá þeim að hittast þar sem að þeir hittust síðast sl. sumar!

Í gær fékk ég svo bestu fréttir sem ég hef fengið lengi (það þarf ekki mikið til að gleðja mig). Harpa mágkona mín og Guðmundur litli frændi minn ætla að koma í heimsókn eftir 10 daga. Ég hoppaði nánast hæð mína af gleði þegar hún sagði mér það. Ég hef ekki séð Guðmund síðan sl. sumar þegar hann var 6 mánaða. Hann er að verða eins árs núna í lok febrúar og það hefur svo margt gerst þroskalega séð hjá honum síðan síðast. 
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvað hann er orðinn duglegur. Það verður líka æðislegt fyrir krakkana að hitta þau bæði. Mér á örugglega eftir að finnast frábært að fylgjast með krökkunum með þeim. Maður fær svo mikið út úr því að sjá börnin sín umkringd fjölskyldunni sinni. Það er svo erfitt að hafa þau svona langt í burtu upp á það að gera. En ég drekk þá bara heimsóknina í mig eins og ég get!
Við eigum eflaust eftir að hafa það mjög notarlegt saman.

Ég sá þetta "quote" um daginn og það sat svolítið fast í mér. Það á vel við textann í dag.



Góða helgi kæru vinir

xxx
brynja-g