Friday, December 13, 2013

Gleðilega Luciu!

Í dag halda Svíar upp á Santa Lucia. Í dag fer ég í síðasta prófið mitt fyrir jól. 
Mikið sem það verður gott að ljúka því af. 
Börnin mín bestu fá að halda Luciu fögnuð í leikskólanum. Þar klæða þau sig upp sem Santa Lucia og Piparkökustrákur og syngja Luciu lagið. Eftir þessa athöfn er svo jólakaffi fyrir foreldrana.

Fögnuðurinn hefst kl. 15 og prófið mitt byrjar á sama tíma. Ég er mjög svekkt yfir að geta ekki tekið þátt í þessu með þeim en stundum verður maður að fórna ýmsu í þágu einhvers annars.
Billi kemst sem betur fer og getur tekið þetta allt saman upp fyrir mig.

Piparkökustrákurinn minn og Lucian mín.


Jæja, best að klára að fara yfir efnið.

Eigið góðan föstudag. Loksins komin helgi.

brynja-g 

Wednesday, December 11, 2013

Stekkjastaur kom fyrstur....

Mikið sem við áttum góða daga með tengdaforeldrum mínum. Börnin gjörsamlega nutu sín í botn og þau eru klárlega heppnust í heimi með ömmu og afa. 
Fyrst ég er á þeim nótunum verð ég að segja að ég er líka heppnust í heimi með tengdaforeldra. Anna og Billi eru með þeim bestu manneskjum sem ég hef á ævinni kynnst og ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þau að. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona mikið af góðu fólki í kringum sig. 
Takk aftur fyrir samveruna.

Tölfræði/aðferðarfræði prófið er afstaðið og nú tekur við næsta og síðasta prófið (á árinu). Taugasálfræðin góða. Svo eru reyndar tvö próf í janúar líka og þá er önninni lokið. 
Þetta er svolítið öðruvísi uppbyggt hérna úti eins og ég hef áður talað um. Svo að þessi önn klárast í rauninni ekki fyrr en um miðjan janúar. Öðruvísi, en ágætt.

Snjórinn er allur farinn hjá okkur, mér til mikils ama. Ég bið og vona að við fáum að minnsta kosti hvít jól. Í fyrra var allt á kafi á þessum tíma og hafði verið það í nokkrar vikur. Það kyngdi niður snjónum nánast á hverjum degi og það var svo ótrúlega jólalegt. Það eru ennþá smá séns að hann komi.

Í kvöld kemur svo fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur. Við erum svo heppin að þrátt fyrir að við búum í Svíþjóð þá finna jólasveinarnir alla íslensku krakkana. 
Tvíeykið er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. 
Það verður spennandi að sjá hvað Stekkjastaur kemur með.




Að lokum langar mig að deila með ykkur að mig langar rosalega í þessa peysu úr Gina Tricot.
Eins og margir vita þá elska ég jú blúndur og ljósan lit. 
Þessi er nú heldur betur í takt við það.
Kannski les jólasveinninn bloggið mitt.




brynja-g

Sunday, December 8, 2013

KOMA SVO

Börnin mín eru á jólaballi ásamt pabba sínum og ömmu og afa. Í þessum skrifuðu orðum eru þau að fá jólapakka frá jólasveininum sem að þau hafa ekki hitt síðan þau voru agnarsmá á Íslandi.
Ég vorkenni mér alveg svakalega að fá ekki að upplifa þetta með þeim.

Dagurinn minn er búinn að vera svona;

Metnaðurinn var mikill framan af...


...fór svo yfir í þetta...



...síðan þetta...



... og endaði svo í þessu.










Eftir að hafa tekið mér pásu í þetta blogg og vorkennt mér aðeins meira rakst ég á þessa mynd.




All fyrir þig Ryan, farin að læra!



Þið hin, YOU CAN DO THIS!!!


brynja-g








Saturday, December 7, 2013

Laugardagur til lærdóms

Í gær kom fyrsti snjórinn. Loksins. 
Ég var farin að halda að hann myndi ekki láta sjá sig fyrir jól, sem betur fer gerði hann það blessaður.



Þessi helgi fer eins og hjá svo mörgum öðrum í lærdóm. Billi er að vinna í dag svo að ég er mjög heppin að hafa tengdaforeldra mína hjá mér til þess að vera með krökkunum. 
Þeim finnst það sko ekki leiðinlegt.
Mér heyrist sem dagurinn verði stútfullur af fjöri. 

Á meðan les ég allt um aðhvarfsgreiningu, skewness, kurtosis og leif. Mikið hlakka ég til. Eða ekki.



EN...bráðum búið!

Njótið dagsins.

brynja-g

Thursday, December 5, 2013

"Our children are the future"

Akkurat á þessu augnabliki sit ég í klínískum sálfræðitíma við Stocholms Universitet. Þetta eru mjög áhugaverðir tímar og skemmtilegt að sitja í þeim...svona oftast.

Í dag höfum við mikið talað um meðferð. Það er að segja, viðtalsmeðferð sem fer fram hjá sálfræðingum. Mér finnst erfitt að ímynda mér hvað ég vil gera þegar ég klára þessa menntun.

Ég er ekki viss um að ég hafi áhuga á því að sitja allan daginn og hlusta á fólk skýra frá vandamálum sínum og hjálpa því að leysa þau.
Það er mikilvægt starf, en ég er ekki viss um að ég vilji vinna við það alla mína ævi.

Mitt aðaláhugasvið í náminu hefur hingað til verið börn. Þroskasálfræði og allt sem kemur henni við. 
Mér finnst það einstaklega áhugavert og gaman að hugsa hvernig foreldrar/forráðamenn geta alið börnin sín vel upp og mótað heilsteypta og hamingjusama einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út í samfélagið. 
Það er auðvitað mikið og vandasamt verk. En það er líka eins og með svo margt annað, ekki eitthvað sem er hægt að læra einn, tveir og þrír heldur lærir fólk mikið af reynslunni. 

Það er áhugavert að steypa sér í vangaveltur um hvernig viðbrögð og hegðun foreldra/forráðamanna geta skipt sköpum fyrir barnið seinna á lífsleiðinni. 

Uppeldisaðferðir hafa í gegnum tíðina verið jafn misjafnar og þær eru margar. Mér finnst til að mynda hrikalegt að hugsa til þess að einu sinni hafi það verið "normið" að láta börn gráta sig í svefn, að það verði að líða x langur tími á milli brjóstagjafa og barnið verði bara að bíða þess á milli. 
Það er óhuggulegt að hugsa til þess að það hafi einnig verið "normið" að beita líkamsrefsingum og að börn hafi ekki verið talin "alvöru" einstaklingar þar til að þau náðu ákveðnum aldri og þar af leiðandi komið fram við þau eins og þeirra tilfinningar og álit skiptu engu máli.



En þetta er sem betur fer breytt í dag og ég neita að trúa því að þetta verði einhvern tíman aftur "normið".
Ég vona að þroskasálfræðingar muni halda áfram að komast að hinu og þessu sem getur bætt uppeldi barna til hins betra. 

Það er nefnilega svo rétt hjá hinum forna Aristotle og henni Whitney Houston heitinni, að börnin okkar eru framtíðin.




Í hraða nútímasamfélags er allt of algengt að foreldrar telji sig ekki hafa tíma fyrir börnin sín og láti það í hendur einhverra annarra að hugsa um þau. Ef fólk ákveður á annað borð að eignast börn er svo mikilvægt að gefa sér tíma í að sinna þeim eftir bestu getu því þessi tími kemur aldrei aftur.



Hlúið vel að börnunum ykkar og gefið þeim allan þann tíma sem þau þurfa á að halda frá ykkur.

Knúsið þau extra mikið í kvöld.

brynja-g

Tuesday, December 3, 2013

Heimsóknir og jólaskap

Þessa dagana erum við sænska fjölskyldan með heimsókn. Við vorum svo heppin að fá Billa afa og Önnu ömmu til okkar.
Það er svo ótrúlega dýrmætt að fá fólkið sitt til sín. Börnin njóta sín í botn og eiga í engum erfiðleikum með að plata ömmu og afa í að dekra þau. Við foreldrarnir erum algjörlega í öðru sæti þessa dagana en það er líka bara í fínasta lagi. Mér finnst svo mikilvægt að þau nái að tengjast ömmum og öfum vel þrátt fyrir að við búum erlendis. Það er gott að hafa fleiri fyrirmyndir í lífinu en foreldra sína. 
Svo verðum við svo heppin að fá ömmu Guðrúnu og afa Gumma yfir jólin, mikið verður það notalegt.










Annars er mig farið að langa í snjó! Ég skoða myndirnar frá Íslandi og snjónum þar og lít svo út um gluggann á auðar göturnar. Mér finnst alveg vera kominn tími til þess að fá hvíta jörð og jólastemmningu.

Á sunnudaginn sl. fórum við einmitt á jólamarkað og svo hrikalega fínt jólahlaðborð. Það var ótrúlega gaman að fá smá jólaanda. Við erum að sjálfsögðu búin að skreyta hjá okkur en það er alltaf extra skemmtilegt að gera eitthvað svona öðruvísi jólalegt. 
Það vantaði bara snjóinn.
Hann fer vonandi að láta sjá sig, að minnsta kosti fyrir jól vona ég.

brynja-g

Tuesday, October 15, 2013

Helgin sem leið...

Síðasta helgi var alveg dásamleg. 

Föstudagskvöld eru mín uppáhalds kvöld. Þá bökum við alltaf pizzu með krökkunum. Þau borða sína pizzu fyrst en við foreldrarnir eigum notalega stund með okkar pizzu og rauðvín þegar þau eru sofnuð. Oftar en ekki eyðum við svo kvöldinu í að horfa á þættina okkar með smá nammi í skál. Það er dásamlegt.




Á laugardeginum áttum við börnin svo ljúfa stund með góðum vinum. Við fórum á róló og bökuðum vöfflur og kanilsnúða. Billi var því miður að vinna og gat ekki notið með okkur að þessu sinni.

Eins og ég hafði nefnt áður hélt Mardís upp á afmælið sitt á laugardaginn og það var alveg frábært að fara til hennar. Veglegar veitingar og góður félagsskapur, klikkar ekki.

Sunnudagurinn var svo alveg fullkominn sunnudagur. Við fjölskyldan hittum vini okkar og saman fórum við í hrikalega flottan brunch á Södermalm. Við sátum þar í tæpa þrjá tíma og borðuðum á okkur gat. 
Þetta var hlaðborð svo að það var eins gott að nýta það!

Eftir þetta mikla át langaði okkur mest til þess að leggjast upp í rúm og sofna en við ákváðum að nýta fallega haustveðrið og fengum okkur langan göngutúr um Stokkhólm. 








Þessi borg er án efa fallegasta borg sem ég hef komið til. Hún býr yfir svo miklum sjarma og hefur svo fallegar byggingar. Þvílík forréttindi að fá að búa hérna. Borgin býður upp á mikið skal ég ykkur segja.

Ég mæli eindregið með því að heimsækja hana ef að þið hafið ekki nú þegar gert það.

brynja-g

Wednesday, October 9, 2013

Fyrsti sænski fyrirlesturinn í dag!

Í gær átti Mardís afmæli.
Til hamingju með 25 árin. Hennar heittelskaði var svo sætur í sér að hóa okkur nokkrum saman í einn drykk til þess að koma Mardísi á óvart. Það lukkaðist heldur betur vel. Næsta laugardag verður svo dúndrandi stuð í afmælisveislu hjá henni. Hlakka til!








Í dag verð ég með minn fyrsta fyrirlestur á sænsku. Ég er merkilega afslöppuð fyrir þennan "merka" atburð.

Bekkirnir hér eru að vísu minni en á Íslandi, kannski hefur það eitthvað að segja. Minn bekkur er ca. 30 manns í krúttlegri stofu. Ekki 300 manns í heilum bíósal!

Ég vona að veðrið fari að batna hjá ykkur á klakanum, ég nýt mín í sænsku 17 gráðunum! 

brynja-g

Sunday, October 6, 2013

Helgin á enda

Takk kærlega allir fyrir að sýna síðasta innleggi mínu svona mikinn áhuga!
Mér þykir ekkert smá vænt um það. 

Helgin er búin að vera ósköp ljúf. Í fyrsta sinn í nokkrar vikur hafa allir fjölskyldumeðlimir verið í fríi bæði laugardag og sunnudag. 
Það er svo notalegt þegar við eigum helgina saman.

Á föstudagskvöldið fórum við í mat til yndislegra vina. Þau báru fram þvílíka veislu handa okkur. Við fengum hörpuskel í forrétt og lamb í aðalrétt. Það er ekki að spurja að hæfileikunum í eldhúsinu á þeim bænum!

Ég kom svo með eftirréttinn og í þetta sinn gerði ég möndlustykki úr fyrstu bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur, 
Þessi möndlustykki eru algjört nammi!
Ég notaði að vísu ekki möndlusmjör heldur hnetusmjör í staðinn þar sem að það er aðeins ódýrara.
Hrikalega gott!









Í gær var okkur svo boðið í 2ja ára afmæli hjá Sóllilju og það þarf nú ekki að taka það fram að það var alveg frábært.
Við fengum æðislega súpu og auðvitað nóg af kökum! Enda lágum við afvelta í sófanum í allt gærkvöld eftir át dagsins.

Í dag byrjuðum við daginn á hollum og góðum brunch og eyddum svo deginum í Gamla Stan, gamla bænum hér í Stokkhólmi. Þar er yndislegt að rölta um þröngu göturnar og skoða litlu búðirnar. Þetta minnir mann aðeins á Ítalíu. Þröngar litlar götur lagðar pínulitlum hellum, ótrúlega kósý. Við fjölskyldan enduðum daginn sem vafinn var Ítölsku þema á Vapiano þar sem við gæddum okkur á pizzum og pasta, alltaf gott.




Ég vona að þið hafið átt ljúfa helgi og óska ykkur góðs sunnudagskvölds.

brynja-g

Wednesday, October 2, 2013

Three Wise Monkeys

Ég er mjög hrifin af japönsku öpunum þremur, Mizaru, Kikazaru og Iwazaru. Þeir eru kallaðir "The Three Wise Monkeys" og saman standa þeir fyrir reglu sem kallast;

 "see no evil, hear no evil, speak no evil". 

Mizaru stendur fyrir það fyrsta, Kikazaru fyrir það annað og Iwazaru það síðasta. Stundum er talað um fjórða apann Shizaru og sagt að hann eigi að standa fyrir "do no evil".

En í upphaflegu reglunni eru aparnir bara þrír.




Mér finnst þetta gríðarlega góð meginregla að fara eftir. Það er löngu vitað að mannskepnan er mikið fyrir að slúðra um annað fólk. Stundum er slúðrið satt og stundum ekki. Í flestum tilfellum breytist slúðrið með hverjum sem segir það og verður að einhverju stærra og meira.

Ég bý í mjög litlu Íslendinga samfélagi hér í Svíþjóð. Það vill oft verða þannig að í litlum samfélögum, litlum bæjum eða litlum hópum verði til ákveðin slúðurmenning. Sem mér finnst fyrir mína parta mjög sorglegt.

Fyrir nokkrum vikum heyrði ég slúður um sjálfa mig og vini mína hér í Stokkhólmi sem átti ekki við nein rök að styðjast. Hér með leiðrétti ég það slúður og bið ykkur sem eruð að dreifa því að vinsamlegast hætta.

 En þetta innlegg snýst ekki um það.
Það snýst um gróusögur yfir höfuð.

Ég er þannig manneskja að mér finnst afskaplega leiðinlegt þegar fólk er að tala um mig eða annað fólk á neikvæðan og rangan hátt. Auðvitað hafa allir sínar skoðanir á hlutum og fólki og það finnst mér bara hið besta mál. Það þurfa ekki allir að vera sammála. Það sem skiptir svo auðvitað mestu máli er að þeir sem þekkja viðkomandi vita hvað er satt og ekki satt. Hinir eiga ekki að skipta máli en fyrir svo marga gera þeir það nú samt.

Mér finnst mjög leiðinlegt og ljótt þegar fólk er að dreifa sögum sem það hefur ekki hugmynd um hvort séu sannar eða ekki. Allt of margir tala um hluti sem þeir hafa ekki vit á og hugsa ekki hvernig áhrif það gæti haft á annað fólk í kringum það.

Allir hafa lent í því að vera partur af slúðri. Bæði sem efnið sjálft og sem þátttakandi í að dreifa því, þar með talið undirrituð. 
Upp á síðkastið hafa verið óhugnalega margar fréttir af einelti og slúðri sem hefur endað með sorglegum afleiðingum. Við teljum okkur vera vitsmunalegar verur og klárari en hin dýrin á flestum sviðum en samt virðast allt of margir nærast á því að tala illa um náungann og dreifa gróusögum. Hin dýrin særa önnur dýr af þeirri ástæðu að komast af, lifa lengur. Í frumskóginu gildir "survival of the fittest". Við virðumst hins vegar vera eina dýrategundin sem er illkvittin við aðra af eigin sjálfelsku einni. Ef við erum svona miklar vitsmunaverur sé ég ekki að baktal og sögusagnir hjálpi okkur að komast af á neinn hátt.

 Ættum við þá ekki frekar að reyna að muna orðin;

 "aðgát skal höfð í nærveru sálar"?

Ættum við ekki frekar að reyna að upphefja annað fólk og sjá það góða í náunganum? Hjálpa öðrum og sýna væntumþykju?

Að þessu sögðu finnst mér að allir ættu að taka sér apana þrjá til fyrirmyndar. Er ekki meistaramánuður? Þetta fyndist mér vera markmið sem allir ættu að setja sér til frambúðar.










Ást og væntumþykja til ykkar allra.

brynja-g


Tuesday, October 1, 2013

Peysuhugleiðingar

Í morgun gerði kuldinn heldur betur vart við sig. Það voru ekki  nema 2°C hiti úti og það hafði greinilega verið frost síðustu nótt þar sem að ég þurfti að skafa aðeins af bílnum. Ég er því búin að vera í miklum peysuhugleiðingum í dag og mitt næsta verkefni í búðunum verður að finna mér djúsí peysu...eða tvær!











brynja-g

Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður

Varla til betri byrjun á að endurvekja bloggið en með skráningu í meistaramánuðinn.



Markmiðin komin niður á blað svo nú er bara að byrja!






brynja-g

Friday, April 26, 2013

Sumarsæla og próflestur

Nú er sumarið að lauma sér að í Stokkhólmi, loksins!
Við erum búin að bíða lengi eftir að fá smá sólskin og hlýtt andrúmsloft. 
Veðrið hérna þessa dagana er mjög gott, sól og í kringum 13-15 stiga hiti. Við kvörtum ekki yfir því!
Ég fæ nú reyndar ekki mikið að njóta þess þar sem að ég sit í próflestri bróðurpart úr deginum. En það er svo sem stutt þar til að prófin klárast og þá get ég byrjað að njóta.

Annars fékk ég frábærar fréttir í vikunni, ég komst inn í skiptinám hérna í Stockholms Universitet. Ég byrja þar í haust og fæ að vera tvær annir, eða heilt skólaár. Það er hrikalega spennandi. 
Ég hlakka alveg rosalega til þess að fara að fara út á meðal fólks aftur (eitthvað annað en að skutla og sækja í leikskólann og kaupa inn). 







Þó að það séu vissulega margir kostir við að vera í fjarnámi og ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað það, þá eru kostirnir við hitt bara svo miklu meiri. Það þarf alveg ákveðnar týpur af manneskjum sem að njóta þess að vera heima....alltaf. Ég er bara ekki ein af þeim. Ég þarf eitthvað félagslegt umhverfi þar sem að ég á í félagslegum samskiptum dags daglega við fólk eldra en þriggja ára. Jú og makann minn. Þó að þú sért alveg hrikalega skemmtilegur Billi minn. Það verður gott að breyta aðeins til.
Ég hlakka til að fara úr því að vera flíspeysumamma yfir í mig sjálfa aftur!



YFIR Í



...OK,  öfgar í báðar áttir en þið skiljið hvað ég er að fara!


Það er bara þannig! 

Kveð í bili.

xxx
brynja-g

Monday, April 22, 2013

Baby Bee - Undrakrem

Ég á lítinn gutta sem hefur alla tíð verið með frekar viðkvæma húð. Hann á það til að vera með barnaexem og getur orðið mjög slæmur. Það var þó meira þegar hann var yngri og virðist ekki koma eins oft núna, sem betur fer. Hann er samt sem áður mjög oft með einhverja þurrkubletti á útlimunum og húðin grófari viðkomu en hún ætti að vera. 
Ég hef í gegnum tíðina prufað hin ýmsu krem. Fyrst notaði ég alltaf Barnakremið frá Gamla Apótekinu, það var mjög fínt krem en náði samt aldrei að halda honum alveg góðum. Seinna hef ég prufað krem frá Neautral, Kókosolíu, Locobase og fullt af öðrum kremum. Það kemur fyrir að ég þurfi að nota sterakrem á exemið þegar hann er sem verstur en ég vil að sjálfsgöðu halda því í algjöru lágmarki. Enda kemur það ekki oft fyrir.

Um daginn las ég blogg hjá Ásu Regins þar sem að hún talaði svo vel um kremið úr barnalínunni hjá Burt's Bee's, Baby Bee. Ég var á Íslandi fyrir viku síðan og gerði mér ferð í Lyf og Heilsu og keypti eitt svoleiðis krem. 
Drengurinn er allt annar!! 
Ég hefði aldrei trúað því hvað eitt krem getur gert fyrir húðina á honum. Ég hafði eiginlega gefist upp og hugsaði með mér að svona væri bara húðin á honum og lítið hægt að gera í því. En þetta krem er algjört undrakrem og húðin á honum er orðin miklu mýkri en hún var, svei mér þá ég held að hún hafi bara ekki verið svona mjúk síðan hann var pínulítill. Ég ber kremið á allan kroppin hans eftir bað.

 Ég mæli allavega 100% með þessu kremi og hvet ykkur sem eigið börn með viðkvæma húð að fjárfesta í einni svona túpu.



xxx
brynja-g

Friday, March 1, 2013

Hrósum meira!

Í dag er víst alþjóðlegi hrósdagurinn. Það er um að gera og nýta tækifærið í að hrósa eins mikið og við getum í dag, og alla aðra daga.
Það er alveg merkilegt hvað hrós getur gert fyrir manneskjuna. Að fá hrós veldur fólki mikilli vellíðan og það eykur oftar en ekki sjálfstraustið hjá viðkomandi. 
Ég reyni að hafa það fyrir reglu að alltaf þegar ég hugsa eitthvað fallegt um manneskjuna sem að ég er með á þeirri stundu læt ég hana vita af því. Hvort sem að það sé hrós varðandi fatnað, útlit, persónueiginleika eða í rauninni hvað sem er!

Það eru örugglega margir sem lenda í því af og til að hitta einhvern sem þeir þekkja og hugsa um leið; vá hvað hún/hann lítur vel út í dag, eða vá hvað þetta er flott flík sem hún/hann er i ...segið þeim það þá!
Maður veit það bara sjálfur hvað er gaman að fá hrós, þá líður manni svo vel.

Verkefni dagsins fyrir ykkur - hrósa meira!

xxx
brynja-g

Tuesday, February 19, 2013

Vegna mikilla kvartana yfir því að ekki sé hægt að kommenta á bloggin mín hef ég loksins opnað fyrir það fyrir áhugasama! Svo endilega, skiljið eftir ykkur spor því það er svo gaman fyrir mig að vita hverjir eru að lesa.

Rétt fyrir jól á síðasta ári var stofnaður saumaklúbbur sem að ég er partur af. Ég er komin með nýtt verkefni sem mig langar til þess að sýna ykkur. Ég fór á síðuna Ravelry sem er svo ótrúlega sniðug fyrir fólk sem hefur gaman að því að prjóna eða hekla og fann mér uppskrift.
Ég er að hekla kraga á dóttur mína sem ég hlakka svo til að klára svo að hún geti farið að nota hann. 
Hvernig hann mun koma út er svo annað mál, en mér finnst hann alveg ofsalega fallegur og ef hann verður ljótur hjá mér, þá geri ég hann bara aftur!

Kraginn

Þessi yndisfríða dúlla er líka alveg hrikalega mikið krútt og skemmir ekki fyrir á myndinni!

xxx
brynja-g

Friday, February 15, 2013

Heimsóknir heimsóknir!

Síðustu dagar hafa heldur betur verið skemmtilegir!
Við erum búin að vera svo heppin að fá tvær heimsóknir á stuttum tíma og nutum þess í botn. Fyrst fengum við Tómas og Sari til okkar og nutum þess að hafa þau hjá okkur. Þau voru reyndar svo óheppin að vera svolítið lasin þessa daga en við reyndum nú samt að skemmta okkur vel. Auður vinkona var svo yndisleg að koma og passa tvíburana svo að foreldrarnir gætu farið út að borða með vinunum. Ferðinni var heitið á Ljunggren, sem ég hef nú talað um áður og vorum við að sjálfsögðu ekki svikin það kvöldið.








Þegar við vorum búin að kveðja hjónaleysin tók við önnur heimsókn. 
Elskulega mágkona mín hún Harpa kom með fallega litla frænda minn hann Guðmund. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér fannst ótrúlega gott (og gaman) að hafa þau.
Guðmundur er náttúrulega afburðar fallegt og skemmtilegt barn og reyndi ég að knúsa hann eins vel og ég gat á meðan dvölinni stóð.
Að þessu sinni var það reyndar ég sem var óheppin og nældi mér í flensu á meðan þau voru hjá okkur. En ég lét það ekki stoppa mig og dró þau með mér út um allan Stokkhólm, vel dópuð að verkjalyfjum.


Ómetanlegar stundir




Þau fóru heim í gær og er ég búin að slaka vel á síðan. Börnin urðu svo líka veik í gær svo að þetta er algjört pestabæli þessa dagana. 
Billi tók sér frí í dag til þess að huga að veika fólkinu sínu, það var voðalega gott.

Annars er nú ekki mikið framundan í augnablikinu annað en lærdómur. Mig langar reyndar að fara á sýningu á Fotografiska safninu hérna í Stokkhólmi með honum David LaChapelle. Hann gerir myndir af frægu fólki þar sem það er sett í óraunverulegar aðstæður og eiga myndirnar til að vera svolítið ögrandi. Þær eru öðruvísi og skemmtilegar!


BJÖRK




Sýningin stendur til 3.mars svo að ég ætti nú að geta komið því að að líta við.

Við Harpa ætluðum einmitt á þá sýningu sl. miðvikudag en það fór út um þúfur þegar ég villtist í miðbæ Stokkhólms á bílnum!
(Nei ég er ekki með GPS í bílnum)
Það er fínt að geta keyrt stærri vegi eftir Google maps á i-phone og sjá svona gróft hvernig leiðin liggur en þegar kemur að því að treysta á það alveg downtown, mæli ég ekki með því. Þetta var orðið ansi skrautlegt á tímabili hjá okkur. 

Eigið góða helgi!

xxx
brynja-g