Friday, March 1, 2013

Hrósum meira!

Í dag er víst alþjóðlegi hrósdagurinn. Það er um að gera og nýta tækifærið í að hrósa eins mikið og við getum í dag, og alla aðra daga.
Það er alveg merkilegt hvað hrós getur gert fyrir manneskjuna. Að fá hrós veldur fólki mikilli vellíðan og það eykur oftar en ekki sjálfstraustið hjá viðkomandi. 
Ég reyni að hafa það fyrir reglu að alltaf þegar ég hugsa eitthvað fallegt um manneskjuna sem að ég er með á þeirri stundu læt ég hana vita af því. Hvort sem að það sé hrós varðandi fatnað, útlit, persónueiginleika eða í rauninni hvað sem er!

Það eru örugglega margir sem lenda í því af og til að hitta einhvern sem þeir þekkja og hugsa um leið; vá hvað hún/hann lítur vel út í dag, eða vá hvað þetta er flott flík sem hún/hann er i ...segið þeim það þá!
Maður veit það bara sjálfur hvað er gaman að fá hrós, þá líður manni svo vel.

Verkefni dagsins fyrir ykkur - hrósa meira!

xxx
brynja-g