Monday, April 22, 2013

Baby Bee - Undrakrem

Ég á lítinn gutta sem hefur alla tíð verið með frekar viðkvæma húð. Hann á það til að vera með barnaexem og getur orðið mjög slæmur. Það var þó meira þegar hann var yngri og virðist ekki koma eins oft núna, sem betur fer. Hann er samt sem áður mjög oft með einhverja þurrkubletti á útlimunum og húðin grófari viðkomu en hún ætti að vera. 
Ég hef í gegnum tíðina prufað hin ýmsu krem. Fyrst notaði ég alltaf Barnakremið frá Gamla Apótekinu, það var mjög fínt krem en náði samt aldrei að halda honum alveg góðum. Seinna hef ég prufað krem frá Neautral, Kókosolíu, Locobase og fullt af öðrum kremum. Það kemur fyrir að ég þurfi að nota sterakrem á exemið þegar hann er sem verstur en ég vil að sjálfsgöðu halda því í algjöru lágmarki. Enda kemur það ekki oft fyrir.

Um daginn las ég blogg hjá Ásu Regins þar sem að hún talaði svo vel um kremið úr barnalínunni hjá Burt's Bee's, Baby Bee. Ég var á Íslandi fyrir viku síðan og gerði mér ferð í Lyf og Heilsu og keypti eitt svoleiðis krem. 
Drengurinn er allt annar!! 
Ég hefði aldrei trúað því hvað eitt krem getur gert fyrir húðina á honum. Ég hafði eiginlega gefist upp og hugsaði með mér að svona væri bara húðin á honum og lítið hægt að gera í því. En þetta krem er algjört undrakrem og húðin á honum er orðin miklu mýkri en hún var, svei mér þá ég held að hún hafi bara ekki verið svona mjúk síðan hann var pínulítill. Ég ber kremið á allan kroppin hans eftir bað.

 Ég mæli allavega 100% með þessu kremi og hvet ykkur sem eigið börn með viðkvæma húð að fjárfesta í einni svona túpu.



xxx
brynja-g

2 comments: