Friday, April 26, 2013

Sumarsæla og próflestur

Nú er sumarið að lauma sér að í Stokkhólmi, loksins!
Við erum búin að bíða lengi eftir að fá smá sólskin og hlýtt andrúmsloft. 
Veðrið hérna þessa dagana er mjög gott, sól og í kringum 13-15 stiga hiti. Við kvörtum ekki yfir því!
Ég fæ nú reyndar ekki mikið að njóta þess þar sem að ég sit í próflestri bróðurpart úr deginum. En það er svo sem stutt þar til að prófin klárast og þá get ég byrjað að njóta.

Annars fékk ég frábærar fréttir í vikunni, ég komst inn í skiptinám hérna í Stockholms Universitet. Ég byrja þar í haust og fæ að vera tvær annir, eða heilt skólaár. Það er hrikalega spennandi. 
Ég hlakka alveg rosalega til þess að fara að fara út á meðal fólks aftur (eitthvað annað en að skutla og sækja í leikskólann og kaupa inn). 







Þó að það séu vissulega margir kostir við að vera í fjarnámi og ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað það, þá eru kostirnir við hitt bara svo miklu meiri. Það þarf alveg ákveðnar týpur af manneskjum sem að njóta þess að vera heima....alltaf. Ég er bara ekki ein af þeim. Ég þarf eitthvað félagslegt umhverfi þar sem að ég á í félagslegum samskiptum dags daglega við fólk eldra en þriggja ára. Jú og makann minn. Þó að þú sért alveg hrikalega skemmtilegur Billi minn. Það verður gott að breyta aðeins til.
Ég hlakka til að fara úr því að vera flíspeysumamma yfir í mig sjálfa aftur!



YFIR Í



...OK,  öfgar í báðar áttir en þið skiljið hvað ég er að fara!


Það er bara þannig! 

Kveð í bili.

xxx
brynja-g

2 comments:

  1. Ok hahahahaha !!!
    En þú ert og verður lang flottust.
    Klapp og upp með þumla fyrir þér. Mikið verður næsta haust dásamlegt.

    ReplyDelete
  2. Guð hvað ég skil þig vel!

    Innilega til hamingju með að hafa komist inn, þetta verður örugglega hrikalega skemmtilegt!

    Knús! <3

    ReplyDelete