Wednesday, September 21, 2016

Mamman með allt niður um sig

Hafið þið tekið eftir því að maður virðist aldrei hitta neinn þegar maður skreppur í búðina uppstrílaður en alltaf heilt fótboltalið þegar maður er með skítugt hárið í snúð og tannkrem út á kinn?
Alveg óþolandi.
Sama á við um heimilið. Þá daga sem heimilið lítur út eins og stríðssvæði droppar alltaf einhver óvænt við.

Ég lenti í mjög óþægilegu atviki fyrir nokkrum mánuðum, fyndnu eftir á en mjög vandræðalegu þegar það var að gerast. Hér í Svíþjóð eru margir, kannski allir, að minnsta kosti margir með svokallaða hitapumpu í húsinu sínu. 
Þessi hitapumpa sér um loftið á heimilinu. Hún tekur inn heitt og rakt loft úr til dæmis baðherbergjum inn í sjálfa pumpuna. Í pumpunni er svo kalt efni sem hitast upp þegar heita loftið kemur inn í pumpuna og saman verður þetta að einhvers konar gasi sem fer svo út úr húsinu. 
Hér hafið þið fengið örnámskeið í hitapumpum … og ég sjálf. 
Þetta var samt ekki á neinn hátt mikilvægt fyrir söguna.

Það þarf að hreinsa þetta kerfi á fjögurra ára fresti minnir mig og var komið að því hjá okkur. Ég var látin vita að það kæmi til mín maður einhvern ákveðinn dag sem myndi framkvæma verkið.
Þennan morgun var Júlía Rán illa upplögð eins og gengur og gerist með ungabarn. Hún hafði sofið illa og þar fram eftir götunum. 
Ég vissi að ég ætti von á þessum manni og hélt að hann þyrfti bara að eiga við sjálfa pumpuna sem var staðsett inni á baði á neðri hæðinni. 
Ég var því ekkert að stressa mig á að það væri allt í rúst á eftri hæðinni. Ég ákvað að setja í þvottavél og ég byrjaði að flokka þvottinn sem var í körfunni á gólfinu og ætlaði að henda í þvottavélina. Ég var nýbúin að skipta um bleyju á Júlíu Rán og ætlaði að kippa henni niður  með mér þegar ég væri búin að henda í vélina. Þegar ég var í miðjum klíðum að flokka þvottinn hringir dyrabjallan og ég stekk niður (ekki með bleyjuna og ekki búin að setja í vélina) og opna fyrir manninum. 
Þessi "maður" reyndist svo vera ungur og myndarlegur strákur í kringum 20-25. Ég bauð góðan daginn og vísaði honum inn á bað. Hann kíkir á pumpuna og segir svo við mig að hann sé að hugsa um að byrja á efri hæðinni. Hjartað tekur smá aukakipp og ég byrja strax að hugsa um óumbúnu rúmin og draslið (þetta var kl. 8 um morguninn, krakkarnir nýfarnir og ekkert búið að gera). 
Þegar hann er a leiðinni upp fatta ég að bleyjan er ennþá á miðju gólfinu og þvottur út um allt, þar á meðal nokkrar nærbuxur af mér sjálfri. Á þessu augnabliki langaði mig helst að hlaupa út og koma ekki aftur. 
Ég kemst svona nokkurn veginn yfir þetta og reyni að hugsa um eitthvað annað. Hann kemur  niður og hleypur út í bíl að ná í verkfæri. Ég nýti tækifærið, hleyp upp, fjarlægi bleyjuna, fæ tremmakast yfir öllum nærbuxunum sem blöstu við mér og tek allt í burtu. Eins og hann sé ekki nú þegar búinn að sjá þetta allt. 
Mér leið að minnsta kosti aðeins betur. 

Á meðan hann er að stússast í draslinu hjá mér á efri hæðinni fæ ég mér sæti niðri og fer að gefa Júlíu Rán brjóst. 
Þegar hún er nánast sofnuð þarf blessaður strákurinn endilega að spyrja mig að einhverju. Ég svara einhverju og stend upp með barnið á brjóstinu. Þið sem eigið eða hafð átt ungabarn vitið að eftir erfiðar nætur og lúra er manni ansi annt um að barnið fái sína hvíld og gerir allt til þess að raska ekki þeirri ró. 
Á þessu augnabliki sá ég því fyrir mér að labba með hana á brjóstinu og leggja varlega yfir í vögguna sína áður en ég færi að hjálpa honum. Hann er hins vegar örlítið fljótari en ég og áður en ég veit af er hann kominn niður og stendur beint fyrir framan mig. 
Ég reyni að hugsa ekki út í það að ég standi fyrir framan hann með eitt stykki barn framan á brjóstinu á mér (sem er svo sem mjög eðlilegt á þessum tíma barnsins)og spyr hvað hann vanti. Honum fannst þetta greinilega frekar óþægilegt og muldrar eitthvað út í loftið. Ég heyrði ekki hvað hann sagði og bað hann að endurtaka sig. Hann hækkar röddina og spyr hvort að ég geti lánað honum skæri. 
Við það vaknar barnið og rífur sig af brjóstinu einn, tveir og bingó. Svo þarna stóð ég, beint fyrir framan hann, með mjólkurlegið brjóstið út í loftið. 
Frábært. Alveg frábært. 
Aumingja strákurinn leit út í loftið og roðnaði svo um munaði. Ég huldi brjóstið og rétti honum skæri. 
Samskiptin okkar á milli urðu ekki meiri þann daginn fyrir utan takk fyrir og bless. 

Ég huggaði mig við það að ég myndi nú aldrei sjá hann aftur. 
Sem ég svo gerði,  í búðinni nokkrum mánuðum seinna. Vona bara að hann hafi ekki munað eftir mömmunni með nærbuxurnar á gólfinu og brjóstið út í loftið.

Eigið dásamlegan dag!

brynja-g






-It always seems that when you look your best you never meet anyone but when you're just getting some milk in your pajamas, with your hair all dirty you meet EVERYONE, right?
Sometimes it's also like that at your house. It always seems as someone comes by when your house is like a war zone.

I had a rather awkward moment a few months ago. The time had come to clean the ventilation system at our house. That day my youngest daughter, only few months old at the time, was really fussy. She hadn't slept the night before and so on. So I hadn't done anything besides breastfeeding and trying to get her to sleep. You know how it is. 
I thought that the central ventilation system would only be cleaned, which was on the bottom floor at my house. Therefore I didn't think too much about all the mess on the top floor. I decided to sort some dirty laundry on the floor and had just changed a diaper which I was going to throw away when I was done with the laundry. 
The ventilation guy (which i had imagined to be some middle aged man) came to my house at 8am. This guy turned out to be a handsome twenty something with a big smile on his face. Well, I just let him in and showed him where the central system was. 
Then he informed me that he was going to start on the top floor. My heart pounds and I immediately thought of the undone beds and all the mess (at 8 am my kids had just left and i hadn't had the time to do so much). Then it also occurred to me that the dirty diaper was still on the floor along with my dirty underwear. Great, just great.
When he came downstairs and ran to his car to get some tools I ran upstairs, threw away the diaper and put the laundry away. As he hadn't already seen it! 
At least it made me feel a bit better.
When he was doing his thing at my messy top floor I sat down downstairs to breastfeed my baby. When she had almost fallen asleep the guy had to ask me something. I stood up with the baby still breastfeeding and was going to walk with her in my arms and put her gently in her crib before I helped him. Those of you who have or have had a baby know that when they haven't slept and are fussy you treasure the moment they finally do fall asleep and you do everything to make sure it stays that way.
Well, the guy was quicker then I was and suddenly he stood right in front of me. 
As I stood there with the baby still breastfeeding (which is totally normal) he tried to ask me something. He obviously thought this was a bit uncomfortable and just muttered something I didn't hear. I asked him to repeat himself. He then asked with a rather loud voice if he could borough some scissors. My daughter wakes up and instantly pulls herself of the breast and looks right at him. 
So there I stood, right in front of him with my milky breast sticking out. GREAT.
The poor guy looks away and I hand him the scissors. 
Needless to say we didn't communicate too much after that, except for a simple thank you and goodbye. 
I just thought to myself, think god I will never have to see him again!
Which I then did, few months later at the store. 
I just hope to god that he doesn't remember the mom with the dirty underwear on the floor and her breast sticking out!

Have a wonderful Wednesday!

brynja-g







1 comment:

  1. This comment has been removed by a blog administrator.

    ReplyDelete