Monday, September 19, 2016

Mánudagur

Í dag er mánudagur. Í dag eru líka um það bil tvö ár og níu mánuðir síðan ég heiðraði síðuna með skrifum. Það er nú bara þannig í þessu lífi að maður byrjar á hlutum og hættir, sama hvað það er. En það er ekki þar með sagt að maður geti ekki haldið áfram síðar. Það er eins og ég áður sagði mánudagur og á mánudögum hefjast mörg markmiðin. Nú er komið að því að halda áfram hérna og vona að það endist jafnvel út vikuna. Í þetta sinn ætla ég líka að skrifa á ensku þar sem að það hafa bæst nokkrir erlendir vinir í vinahópinn sem nenna jafnvel að lesa vitleysuna í mér.
Það er búið að vera nóg um að vera síðan síðast. Það sem stendur upp úr á þessum tíma eru nokkrir hlutir.



  • 13. júní 2015 kláraði ég bakkalárgráðu í sálfræði.
  • 26. ágúst 2015 giftum við Billi okkur hér í laumi í Stokkhólmi og ætlum við að gera það á Íslandi sama dag á næsta ári, 26.ágúst 2017.
  • 2. desember 2015 kom í heiminn litla MúMú okkar, hún Júlía Rán.



Ég er að hugsa um að skrifa betur um þessa viðburði í öðrum færslum, þá er ég að minnsta kosti búin að auka líkurnar á að vikumarkmiðið takist!

Minn mánudagur hefur hingað til einkennst af ansi mörgum kaffibollum. Minnsta mús er búin að vera lasin og átti frekar erfiða nótt eins og gengur og gerist. 
Vonandi verður sú næsta betri.



- I'm back. At least I'd like to think so. This so called life is all about trying out new things, then you quit, and sometimes you'd like to try again. This is my "try again" in blogging.
I will also be writing in English as I have a few foreign friends that might like to read what I have to say. You know who you are.

High-ligths since last time


  • I got a Bachelor's degree in Psychology
  • I got married in Stockholm - will have a wedding ceremony in Iceland next summer- at our wedding day.
  • I had my third baby, little girl called Júlía Rán.

May your Monday be full of joy and coffee!







brynja-g




No comments:

Post a Comment