Friday, February 15, 2013

Heimsóknir heimsóknir!

Síðustu dagar hafa heldur betur verið skemmtilegir!
Við erum búin að vera svo heppin að fá tvær heimsóknir á stuttum tíma og nutum þess í botn. Fyrst fengum við Tómas og Sari til okkar og nutum þess að hafa þau hjá okkur. Þau voru reyndar svo óheppin að vera svolítið lasin þessa daga en við reyndum nú samt að skemmta okkur vel. Auður vinkona var svo yndisleg að koma og passa tvíburana svo að foreldrarnir gætu farið út að borða með vinunum. Ferðinni var heitið á Ljunggren, sem ég hef nú talað um áður og vorum við að sjálfsögðu ekki svikin það kvöldið.








Þegar við vorum búin að kveðja hjónaleysin tók við önnur heimsókn. 
Elskulega mágkona mín hún Harpa kom með fallega litla frænda minn hann Guðmund. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér fannst ótrúlega gott (og gaman) að hafa þau.
Guðmundur er náttúrulega afburðar fallegt og skemmtilegt barn og reyndi ég að knúsa hann eins vel og ég gat á meðan dvölinni stóð.
Að þessu sinni var það reyndar ég sem var óheppin og nældi mér í flensu á meðan þau voru hjá okkur. En ég lét það ekki stoppa mig og dró þau með mér út um allan Stokkhólm, vel dópuð að verkjalyfjum.


Ómetanlegar stundir




Þau fóru heim í gær og er ég búin að slaka vel á síðan. Börnin urðu svo líka veik í gær svo að þetta er algjört pestabæli þessa dagana. 
Billi tók sér frí í dag til þess að huga að veika fólkinu sínu, það var voðalega gott.

Annars er nú ekki mikið framundan í augnablikinu annað en lærdómur. Mig langar reyndar að fara á sýningu á Fotografiska safninu hérna í Stokkhólmi með honum David LaChapelle. Hann gerir myndir af frægu fólki þar sem það er sett í óraunverulegar aðstæður og eiga myndirnar til að vera svolítið ögrandi. Þær eru öðruvísi og skemmtilegar!


BJÖRK




Sýningin stendur til 3.mars svo að ég ætti nú að geta komið því að að líta við.

Við Harpa ætluðum einmitt á þá sýningu sl. miðvikudag en það fór út um þúfur þegar ég villtist í miðbæ Stokkhólms á bílnum!
(Nei ég er ekki með GPS í bílnum)
Það er fínt að geta keyrt stærri vegi eftir Google maps á i-phone og sjá svona gróft hvernig leiðin liggur en þegar kemur að því að treysta á það alveg downtown, mæli ég ekki með því. Þetta var orðið ansi skrautlegt á tímabili hjá okkur. 

Eigið góða helgi!

xxx
brynja-g


1 comment:

  1. Hlakka til að koma og vera gestur vúhú <3

    ReplyDelete