Friday, February 1, 2013

1.febrúar

Ég verð alltaf hálf fegin þegar janúar er búinn. Sá mánuður er alltaf hálf drungalegur. En nú er kominn febrúar og það styttist í vorið með hverjum deginum.

Það er búið að vera mjög gott veður hérna þessa vikuna, í kringum 2°C. Í dag kólnaði svo aftur og má búast við einhverjum kulda á næstu dögum.

Það er alveg rosalega mikið að gera í skólanum þessa dagana og hef ég því ekki einu sinni farið inn á bloggið. Ég skal reyna að vera duglegri og setja inn færslur, þó að þær séu bara stuttar og ómerkilegar.

Það er fullt framundan þessa helgina. Við fáum góða vini í heimsókn í kvöld, ég fer í afmæli annað kvöld og svo bara almenn gleði með fjölskyldu og vinum.

Í næstu viku fáum við góðan vin í heimsókn og hlökkum mikið til. Það er æskuvinur hans Billa og ég efast ekki um að það verði gaman hjá þeim að hittast þar sem að þeir hittust síðast sl. sumar!

Í gær fékk ég svo bestu fréttir sem ég hef fengið lengi (það þarf ekki mikið til að gleðja mig). Harpa mágkona mín og Guðmundur litli frændi minn ætla að koma í heimsókn eftir 10 daga. Ég hoppaði nánast hæð mína af gleði þegar hún sagði mér það. Ég hef ekki séð Guðmund síðan sl. sumar þegar hann var 6 mánaða. Hann er að verða eins árs núna í lok febrúar og það hefur svo margt gerst þroskalega séð hjá honum síðan síðast. 
Ég er ekkert smá spennt að sjá hvað hann er orðinn duglegur. Það verður líka æðislegt fyrir krakkana að hitta þau bæði. Mér á örugglega eftir að finnast frábært að fylgjast með krökkunum með þeim. Maður fær svo mikið út úr því að sjá börnin sín umkringd fjölskyldunni sinni. Það er svo erfitt að hafa þau svona langt í burtu upp á það að gera. En ég drekk þá bara heimsóknina í mig eins og ég get!
Við eigum eflaust eftir að hafa það mjög notarlegt saman.

Ég sá þetta "quote" um daginn og það sat svolítið fast í mér. Það á vel við textann í dag.



Góða helgi kæru vinir

xxx
brynja-g

2 comments:

  1. Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt þó svo að færslurnar séu stuttar. :) Ást og knús!

    ReplyDelete
  2. Ég rakst fyrir algjöra tilviljun á bloggið þitt núna, takk fyrir síðast, þó bæði skiptin hafi verið ansi stutt (í sthlm núna um helgina) ;)

    ReplyDelete