Wednesday, January 23, 2013

Þessa dagana.

Ég er yfir mig ástfangin af stígvélunum sem ég fékk frá Billa í jólagjöf. Mig er búið að langa í Billi Bi stígvél í mörg ár og loksins varð draumurinn að veruleika. 
Hann valdi ótrúlega falleg og klassísk stígvél með hjálp bestu vinkonu minnar, Elísabetar. Þau eru góð saman þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir mig, reyndar eru þau alltaf góð saman. Nóg um það! Hann keypti þau í GS skóm í Kringlunni og ég gæti ekki verið ánægðari með þau. Nú hlakka ég bara til þegar snjórinn fer að minnka hérna hjá okkur svo að ég geti farið að nota þau. Ég tími þeim ekki út í snjóinn, þau eru of falleg. Svört leðurstígvél með spennu á ökklanum og efst á kálfanum.


Þau sjást kannski ekki mjög vel á þessari mynd, en nóg samt.

Annars á ég nú ekki von á að snjórinn fari að hverfa, í augnablikinu er hitastigið í kringum -15 gráðurnar. Það er ótrúlega gaman að fá að upplifa alvöru árstíðir. Ekki bara haust/vor allan ársins hring eins og á Íslandinu góða. Hérna er veturinn annað og meira en bara slabb og sumarið oft eins og Mallorca veður. 

Þessa dagana á námið mitt hug minn allan. Ég er í svo ótrúlega skemmtilegum áföngum þessa önnina. Uppáhalds áfanginn minn hingað til er Þroskasálfræði, bæði barna og fullorðinna. Þar sem að ég hef unnið mikið á hjúkrunarheimilum finnst mér mjög áhugavert að læra um þroska fullorðinna og þegar við færumst á okkar eldri ár. Það er merkilegt að skilja hvernig okkur hrörnar og hvað hægt er að gera til þess að hægja á því ferli að einhverju leyti.

Í gær var ég hins vegar að hlusta á fyrirlestur um málþroska barna og það var mjög áhugavert. Kennarinn fór aðeins inn á tvítyngi barna og það fannst mér sérstaklega áhugavert þar sem að ég er að fylgjast með mínum börnum í þeim sporum. 
Kannski maður leggi bara barna-og þroskasálfræði fyrir sig, hver veit!

Læt eina mynd fylgja með af tvíbökunum mínum. Hún var tekin áður en þau fóru í afmæli sl. sunnudag. Ég elska þau endalaust.



xxx
brynja-g

3 comments:

  1. Gaman að lesa bloggið þitt elsku Brynja og fylgjast með lífinu í Stokkhólmi :) Þroskasálfræði? Ertu komin í sálfræðina?

    ReplyDelete
  2. Takk elsku Ásthildur! :)

    Já ég er í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri. Það er svo hrikalega erfitt að komast inn í grunnnám hérna svo að þetta var bara besti kosturinn. Það er mjög skemmtilegt. Þægilegt líka að vera í fjarnámi og ekki vera mjög bundin á daginn upp á krakkana. Það eru forréttindi.

    Hvað er að frétta af þér? :)

    ReplyDelete
  3. Gaman að heyra, sálfræðin stendur fyrir sínu. Hef einmitt heyrt góða hluti um fjarnámið frá Akureyri. Ég kláraði í haust og er nú að dúlla mér við að skoða framhaldsnám erlendis ásamt því að vinna í vetur. Fínt að taka sér pásu! Hafðu það æðislega gott áfram mín kæra, ég fylgist með blogginu :)

    ReplyDelete