Sunday, January 13, 2013

Weekend

Helgin er heldur betur búin að vera ljúf. Ég byrjaði helgina á því að fara út að borða og á smá tjútt með Mardísi vinkonu.Við fengum okkur ljúffengt sushi á Ljunggrens hérna í Stokkhólmi. Ég elska að fá mér sushi þar og mæli svo sannarlega með þeim stað ef þið eruð á leiðinni til Stokkhólms.
Það var æðislegt. Það er svo nauðsynlegt að hitta vinkonur sínar og eiga smá "fullorðins" tíma. Fá sér hvítvínsglas og spjalla. Nauðsynlegt fyrir sálina.





Á laugardaginn tókum við svo á móti mjög góðum vinum í mat. Við vorum sex fullorðnir og fjögur börn. Það var yndislegt. Mér líður alltaf svo vel þegar húsið er fullt af fólki sem manni þykir vænt um, það er best. Það er einmitt eitt af því sem að ég sakna við Ísland. Að vera ekki umkringd fjölskyldunni og vinum. Mér finnst ég missa svo af frændsystkinum mínum og börnum vinkvenna minna. En sem betur fer er tæknin svo góð að maður getur séð allt á Skype. Svo í staðinn eigum við frábæra vini hérna sem að við fáum að vera mikið með og fylgjast með börnunum þeirra. Það er frábært.

Dagurinn í dag verður tekinn rólega, enda eru sunnudagar letidagar. Ætli ég skelli ekki í eins og eina köku og njóti þess að vera í fríi með fjölskyldunni. 

Eigið sælan sunnudag!

xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment