Thursday, January 10, 2013

2013

Nýtt ár, ný markmið, nýjar áherslur! 

Klisja? Heldur betur! En samt sem áður satt. 
Gleðilegt ár, ég vona að þið hafið haft það alveg ótrúlega gott á notarlegasta tíma ársins. 

Við vorum að kaupa okkur hús svo að það var ekki farið til Íslands þessi jólin.
 Þrátt fyrir mikinn söknuð inn á milli höfðum við það bara voðalega gott. Við eigum svo góða vini hérna sem eru fjölskyldan okkar hér úti. Jólin einkenndust af góðum mat, spilamennsku og rólegheitum í faðmi fjölskyldunnar.

Eins mikið og ég elska jólatímann er nú voðalega gott að vera að komast í rútínu. Skólinn byrjaður, börnin farin á leikskólann, Billi reyndar í smá fríi en fer að vinna eftir helgi. 

Það er magnað hvað manneskjan þarf á vananum að halda. Okkur líður (yfirleitt) best í rútínu og þessu dags daglega umhverfi. Ég heyrði einhvers staðar um daginn (án þess að vera með neinar staðfestar heimildir) að tíminn líður hraðast í hversdagsleikanum. Ef maður hugsar út í það þá er það ótrúlega rökrétt. Til dæmis má nefna þegar maður fer í frí. Þegar maður hefur farið í vikufrí erlendis og kemur aftur heim finnst manni maður hafa verið alveg svakalega lengi í burtu af því að maður gerði svo mikið á þessum tíma. Þegar við gerum eitthvað nýtt fer tíminn einhvern veginn að líða öðruvísi og við nýtum hann á annan hátt. Ekki satt?
Nóg um þessar pælingar.

Við fengum alveg ótrúlega fallega borðstofustóla í jólagjöf frá tengdó. Ég sá þá á netinu og pantaði þá nánast strax. Lengi langaði mig alveg rosalega í hvíta Eames stóla en svo einhvern veginn datt ég í gírinn að fá mér eitthvað tímalaust og klassískt. Þessa fallegu stóla fengum við í Ilvu.



Tímalausir og elegant. Það sést kannski ekki á myndunum en í miðjunni eru tveir saumar sem liggja frá toppnum á bakinu og alveg niður alla setuna. Við fengum okkur þá í hvítu.

Þangað til næst...

xxx
brynja-g


No comments:

Post a Comment