Wednesday, October 9, 2013

Fyrsti sænski fyrirlesturinn í dag!

Í gær átti Mardís afmæli.
Til hamingju með 25 árin. Hennar heittelskaði var svo sætur í sér að hóa okkur nokkrum saman í einn drykk til þess að koma Mardísi á óvart. Það lukkaðist heldur betur vel. Næsta laugardag verður svo dúndrandi stuð í afmælisveislu hjá henni. Hlakka til!








Í dag verð ég með minn fyrsta fyrirlestur á sænsku. Ég er merkilega afslöppuð fyrir þennan "merka" atburð.

Bekkirnir hér eru að vísu minni en á Íslandi, kannski hefur það eitthvað að segja. Minn bekkur er ca. 30 manns í krúttlegri stofu. Ekki 300 manns í heilum bíósal!

Ég vona að veðrið fari að batna hjá ykkur á klakanum, ég nýt mín í sænsku 17 gráðunum! 

brynja-g

No comments:

Post a Comment