Tuesday, October 15, 2013

Helgin sem leið...

Síðasta helgi var alveg dásamleg. 

Föstudagskvöld eru mín uppáhalds kvöld. Þá bökum við alltaf pizzu með krökkunum. Þau borða sína pizzu fyrst en við foreldrarnir eigum notalega stund með okkar pizzu og rauðvín þegar þau eru sofnuð. Oftar en ekki eyðum við svo kvöldinu í að horfa á þættina okkar með smá nammi í skál. Það er dásamlegt.




Á laugardeginum áttum við börnin svo ljúfa stund með góðum vinum. Við fórum á róló og bökuðum vöfflur og kanilsnúða. Billi var því miður að vinna og gat ekki notið með okkur að þessu sinni.

Eins og ég hafði nefnt áður hélt Mardís upp á afmælið sitt á laugardaginn og það var alveg frábært að fara til hennar. Veglegar veitingar og góður félagsskapur, klikkar ekki.

Sunnudagurinn var svo alveg fullkominn sunnudagur. Við fjölskyldan hittum vini okkar og saman fórum við í hrikalega flottan brunch á Södermalm. Við sátum þar í tæpa þrjá tíma og borðuðum á okkur gat. 
Þetta var hlaðborð svo að það var eins gott að nýta það!

Eftir þetta mikla át langaði okkur mest til þess að leggjast upp í rúm og sofna en við ákváðum að nýta fallega haustveðrið og fengum okkur langan göngutúr um Stokkhólm. 








Þessi borg er án efa fallegasta borg sem ég hef komið til. Hún býr yfir svo miklum sjarma og hefur svo fallegar byggingar. Þvílík forréttindi að fá að búa hérna. Borgin býður upp á mikið skal ég ykkur segja.

Ég mæli eindregið með því að heimsækja hana ef að þið hafið ekki nú þegar gert það.

brynja-g

3 comments:

  1. Greinilega alveg yndisleg helgi að baka hjá þér og þínum! Vona að þú sért líka að njóta vikunnar!

    Bestu kveðjur,
    Unnur

    ReplyDelete
  2. Já þetta er sko yndisleg borg, klárlega mín uppáhalds =)

    Fallegar myndir!

    ReplyDelete
  3. Fallegar myndir, lítur mjög vel út :)

    Kv.

    Erla Vinsý,

    ReplyDelete