Sunday, October 6, 2013

Helgin á enda

Takk kærlega allir fyrir að sýna síðasta innleggi mínu svona mikinn áhuga!
Mér þykir ekkert smá vænt um það. 

Helgin er búin að vera ósköp ljúf. Í fyrsta sinn í nokkrar vikur hafa allir fjölskyldumeðlimir verið í fríi bæði laugardag og sunnudag. 
Það er svo notalegt þegar við eigum helgina saman.

Á föstudagskvöldið fórum við í mat til yndislegra vina. Þau báru fram þvílíka veislu handa okkur. Við fengum hörpuskel í forrétt og lamb í aðalrétt. Það er ekki að spurja að hæfileikunum í eldhúsinu á þeim bænum!

Ég kom svo með eftirréttinn og í þetta sinn gerði ég möndlustykki úr fyrstu bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur, 
Þessi möndlustykki eru algjört nammi!
Ég notaði að vísu ekki möndlusmjör heldur hnetusmjör í staðinn þar sem að það er aðeins ódýrara.
Hrikalega gott!









Í gær var okkur svo boðið í 2ja ára afmæli hjá Sóllilju og það þarf nú ekki að taka það fram að það var alveg frábært.
Við fengum æðislega súpu og auðvitað nóg af kökum! Enda lágum við afvelta í sófanum í allt gærkvöld eftir át dagsins.

Í dag byrjuðum við daginn á hollum og góðum brunch og eyddum svo deginum í Gamla Stan, gamla bænum hér í Stokkhólmi. Þar er yndislegt að rölta um þröngu göturnar og skoða litlu búðirnar. Þetta minnir mann aðeins á Ítalíu. Þröngar litlar götur lagðar pínulitlum hellum, ótrúlega kósý. Við fjölskyldan enduðum daginn sem vafinn var Ítölsku þema á Vapiano þar sem við gæddum okkur á pizzum og pasta, alltaf gott.




Ég vona að þið hafið átt ljúfa helgi og óska ykkur góðs sunnudagskvölds.

brynja-g

No comments:

Post a Comment