Monday, January 27, 2014

Helgin

Um helgina fórum við fjölskyldan í fyrsta skiptið á skíði síðan tvíbökurnar fæddust. Það var ekkert smá skemmtilegt að sjá börnin sín á skíðum. 
Þau voru alveg ótrúlega dugleg og foreldrarnir að springa úr stolti.
Það sem er svo skemmtilegt við að búa í svona stórri borg er að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði. 
Hér eru nokkur skíðasvæði (misdýr) sem hægt er að velja úr. 
Nú ætlum við að reyna að fara um hverja helgi til þess að æfa krakkana betur.



Bóndadagurinn var ljúfur hjá okkur. Bóndinn á heimilinu fékk pakka, góðan mat og dekur í tilefni dagsins. Ég sá svo svolítið sniðuga setningu á einni bóndadagskökunni á Íslandi. 
Þar stóð; Bóndadagur í 1 dag, svo koma 364 konudagar. 
Mér fannst þetta frekar fyndið.

Á laugardagskvöldið fengum við góða vini til okkar í mat og spil. 
Við höfum mjög gaman að því að spila og höfum prufað hin ýmsu spil. 
Við prufuðum nýtt spil sem heitir Escape: The curse of the Temple, sem ég mæli hiklaust með. 
Spilið snýst um að komast út úr svo kölluðu musteri áður en að tíminn rennur út og musterið hrynur. 

Spilið veitir að sjálfsögðu nokkrar áskoranir sem maður verður að komast í gegnum og maður getur einnig dregið spil sem að geta komið manni til hjálpar.
Það fylgir geisladiskur með spilinu með lagi sem maður verður að spila á meðan, sem að gerir þetta ennþá meira stressandi og ég get fullyrt það að hjartslátturinn fer upp úr öllu valdi oftar en einu sinn þegar spilið er spilað.
Spilið er fyrir 8 ára og eldri og hentar því vel fyrir fjölskyldur sem finnst gaman að spila saman.
Annað jákvætt við það, er að hvert spil tekur aðeins 10 mínútur og hentar það því mjög vel þeim sem hafa ekki eirð í sér að sitja lengi við flókin spil. 




Við spiluðum spilið að minnsta kosti fimm sinnum á föstudaginn, ef ekki oftar.

brynja-g

No comments:

Post a Comment