Wednesday, January 8, 2014

Halló rútína

Nú eru jólin senn á enda og daglega rútínan að byrja. Mikið er ég fegin. Það er alltaf jafn yndislegt að njóta jólanna en alveg ofboðslega gott að komast aftur í sína venjulega rútínu. 
Við höfðum það alveg frábært með foreldrum mínum hér yfir jólin og nutum svo áramótanna með vinum okkar.

Krakkarnir byrjuðu á leikskólanum í gær og höfðu ekkert smá gott af því. Þau eru voðalega glöð að hitta alla krakkana aftur og einnig "fröknarna". Á leikskólum hér í Svíþjóð eru nefnilega konurnar sem vinna á leikskólunum kallaðar "fröken". 
Mér finnst það voðalega krúttlegt. 
Ég hef reyndar ekki velt því fyrir mér hvað strákarnir eru kallaðir. Það er enginn strákur að vinna á þeirra deild, en kannski herra?
Ég ætti að komast að því.

Framundan hjá okkur er því skóli, leikskóli, vinna og almenn, venjuleg rútína. 
Nýtt ár framundan og ný markmið. Eða bara sömu markmið og hafa verið því að það er alltaf hægt að bæta sig á öllum sviðum, ekki satt?

2014 er mjög spennandi ár og felur í sér brúðkaup og barneignir vina, ferðalög, fermingar og fleira skemmtilegt.




Vona að þið hafið haft það gott yfir jólin og séuð tilbúin að komast í ykkar rútínu.

brynja-g

1 comment:

  1. Spennandi ! Hlakka mikið til að hitta þig aftur <3

    ReplyDelete