Tuesday, January 21, 2014

Snúðar og Stickygram

Það er kominn 21.janúar. 
Ég kemst varla yfir það hvað tíminn flýgur áfram! Það segja margir að tíminn líði hraðar eftir að maður eignast börn, ég get verið fullkomlega sammála því. 
Börnin mín eru að verða fjögurra ára í sumar, FJÖGURRA ÁRA! 
Mér finnst sem ég hafi setið með þau á brjósti fyrir nokkrum mánuðum. Eins gott að maður muni að njóta hvers tímabils, það kemur aldrei aftur.

Þegar maður býr erlendis fær maður stundum svakalega löngun í eitthvað sem ekki fæst nema á Íslandi. 
Mig er lengi búið að langa í snúða eins og fást í bakaríunum, með súkkulaði glassúri. Ég fann eina hrikalega góða uppskrift hérna, eina sem ég gerði öðruvísi var að sleppa kaffinu í kreminu.
Þeir heppnuðust ótrúlega vel og voru hrikalega góðir.

Annað skemmtilegt sem ég var að uppgötva er Stickygram. Hérna getur maður breytt instagram myndunum sínum í segla á ísskápinn fyrir lítinn sem engan pening að mínu mati. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og var að fá mína fyrstu pöntun í póstinum áðan.

Hér fyrir neðan má sjá útkomuna. Gæðin á myndinni eru ekki þau bestu, en þið sjáið allavega um það bil hvernig þetta lítur út.





Aldrei að vita nema ég panti fleiri bráðlega. Ég mæli með þessu.

brynja-g

No comments:

Post a Comment