Sunday, April 22, 2012

Sunnudagur til sælu

Það er eiginlega óhuggulegt hvað tíminn líður hratt. 
Helgarnar þjóta áfram og þegar mannig finnst vikan rétt byrjuð þá er aftur komin helgi!
Þá er bara eitt í stöðunni, njóta núverandi stundar. Það er nákvæmlega það sem við fjölskyldan gerðum þessa helgina.

Við fórum mikið á "lóló" (róló) með krökkunum, sem er um það bil það skemmtilegasta sem þau gera. Það jafnast ekkert á við að sjá börnin sín ánægð og skemmta sér vel. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því.

Í gærkvöldi fórum við svo í frábært matarboð með góðum vinum og áttum ótrúlega ljúfa kvöldstund. Það er svo mikilvægt að rækta félagslega netið í kringum sig og vera duglegur að "vökva" vináttuna.

Dagurinn í dag hefur mest megnis verið letidagur (fyrir utan "lóló" ferð að sjálfsögðu) og finnst mér alveg ótrúlega gott að hlaða batteríin fyrir komandi viku með þeim sem manni þykir vænst um.



Ég vona að þið hafið notið helgarinnar.
xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment