Thursday, April 19, 2012

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar! (Samkvæmt Íslandi)

Ég held að það sé aðeins farið að vora af viti hérna hjá okkur. Núna er 10 stiga hiti og hálfskýjað. Við kvörtum ekki yfir því. Miðað við veðurspá næstu viku þá er vorið að koma á næstu dögum.

Tvíburarnir byrja formlega í leikskólanum næsta fimmtudag. Ég er ekkert smá spennt. Ég held að þeim eigi eftir að þykja svo rosalega gaman að byrja að leika við aðra krakka og fá útrás. Ætli aðlögunin verði ekki svolítið strembin fyrst. Þau eru orðin svo háð mömmu sinni, enda alltaf með mér! 
En þetta verður bara gaman.

Við hjónaleysin vorum að panta okkur ferð til Möltu í maí. Við fljúgum út á afmælisdaginn minn og verðum í 5 nætur. Við erum einnig alveg hrikalega spennt fyrir þessari ferð svo að það er til mikils að hlakka á næstunni!
Þessi ferð er ætluð sem algjör afslöppun á all inclusive hóteli. Við pöntuðum okkur á Seabank Resort and Spa.



Við sjáum þessa ferð fyrir okkur sem tækifæri til þess að hlaða batteríin og njóta þess að vera aðeins bara við tvö. Við ætlum að reyna að fara að snorkla á fallegu eyjunni Gozo. Hún á að vera alveg rosalega falleg með "Blue Lagoon" þar sem að vinsælt er að snorkla.


Gozo

Svo er auðvitað nauðsynlegt að fara á ströndina, sleikja sólin og sulla í sjónum.


Ég vona að þessar myndir hafi hlýnað ykkur um hjartarætur.

Eigið góðan dag.

xxx
brynja-g




No comments:

Post a Comment