Thursday, April 12, 2012

It's been a long time

Það er allt of langt síðan ég skrifaði síðast. Það hefur margt skemmtilegt drifið á daga okkar hér í hólminum síðustu vikur. Við höfum fengið skemmtilegar heimsóknir, farið í heimsóknir og margt fleira. Við erum orðin nokkuð sjóuð í borginni og okkur líður svo sannarlega vel hérna. Þessir fyrstu mánuðir eru alltaf erfiðastir fyrir alla og finnum við mikinn mun á lífinu eins og það var fyrir mánuði og eins og það er núna. Þetta er allt upp á við.

Tvíburarnir voru að fá tilboð um að byrja í leikskóla í lok apríl. Mamman var ekkert smá glöð með þessar fregnir. Þau eru orðin svo stór og þurfa svo innilega á því að halda að fara að leika við aðra krakka og vera meira úti og svona. Þeim á örugglega eftir að líka vel við leikskólalífið!

Ég sótti svo sjálf um í háskólanám í vikunni. Það er mjög erfitt að komast inn í nám hér í Stokkhólmi svo að ég hafði bara nokkur fög á lista í von um að komast inn í eitthvað!

Vorið lætur eitthvað bíða eftir sér þessa dagana. Það var komið fínt veður fyrir ca. 3 vikum en svo kom páskahret og eftir það hefur bara verið skýjað og ekkert sérstakt veður. Við bíðum spennt eftir vorinu hér á bæ. Það verður gaman að upplifa sumar í hólminum.

Við ætlum að kíkja út á lífið annað kvöld með vinum okkar. Aldrei að vita nema maður splæsi í ný föt í því tilefni.

Ég er allavega veik í þessar hér úr H&M...


Eigið góðan dag.
xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment