Sunday, April 15, 2012

Sunnudagskósý

Ég átti ekki til orð þegar ég leit út um gluggan í gærmorgun. 
Þetta blasti við mér.


Ég sem hélt að það ætti að vera komið vor í Stokkhólmi!
Það hlýtur þó að vera á næsta leyti og ég mun bjóða það hjartanlega velkomið þegar það loksins lætur sjá sig.

Föstudagskvöldið var mjög vel heppnað. Ég var reyndar eitthvað óheppin með Sushi þetta kvöldið. Það var allavega greinilega ekki alveg ferskt. Það er svo hrikalega slæmt að lenda á vondu Sushi, það verður til þess að maður hefur lítinn sem engan áhuga á að fá sér Sushi aftur. En það kemur.

Ég var víst búin að lofa mynd af dressinu. Ég hins vegar steingleymdi að taka mynd á sjálfu kvöldinu en skellti mér aftur í dressið í gærkvöldi og tók eina mynd svo ég gæti staðið við stóru orðin.
Á föstudagskvöldið var mjög vont veður og fannst mér ekki alveg við hæfi að fara í svona svakalega sumarlegu outfitti svo að ég valdi svarta skyrtu í staðinn fyrir ljósa toppinn.


Mér fannst þetta bara koma vel út!

Í dag er ennþá snjór yfir hólminum en við ætlum nú að drífa okkur út og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Það er svo margt sniðugt hægt að gera með krökkum hérna svo að við höfum alltaf einhverjar hugmyndir. 
Kósý sunnudagar eru með þeim bestu!

Ég vona að þið eigið yndislegan dag.

xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment