Tuesday, December 3, 2013

Heimsóknir og jólaskap

Þessa dagana erum við sænska fjölskyldan með heimsókn. Við vorum svo heppin að fá Billa afa og Önnu ömmu til okkar.
Það er svo ótrúlega dýrmætt að fá fólkið sitt til sín. Börnin njóta sín í botn og eiga í engum erfiðleikum með að plata ömmu og afa í að dekra þau. Við foreldrarnir erum algjörlega í öðru sæti þessa dagana en það er líka bara í fínasta lagi. Mér finnst svo mikilvægt að þau nái að tengjast ömmum og öfum vel þrátt fyrir að við búum erlendis. Það er gott að hafa fleiri fyrirmyndir í lífinu en foreldra sína. 
Svo verðum við svo heppin að fá ömmu Guðrúnu og afa Gumma yfir jólin, mikið verður það notalegt.










Annars er mig farið að langa í snjó! Ég skoða myndirnar frá Íslandi og snjónum þar og lít svo út um gluggann á auðar göturnar. Mér finnst alveg vera kominn tími til þess að fá hvíta jörð og jólastemmningu.

Á sunnudaginn sl. fórum við einmitt á jólamarkað og svo hrikalega fínt jólahlaðborð. Það var ótrúlega gaman að fá smá jólaanda. Við erum að sjálfsögðu búin að skreyta hjá okkur en það er alltaf extra skemmtilegt að gera eitthvað svona öðruvísi jólalegt. 
Það vantaði bara snjóinn.
Hann fer vonandi að láta sjá sig, að minnsta kosti fyrir jól vona ég.

brynja-g

1 comment:

  1. Vá hvað tvíbökurnar eru lík á jólasveinamyndunum. Sætust! xxx

    ReplyDelete