Friday, December 13, 2013

Gleðilega Luciu!

Í dag halda Svíar upp á Santa Lucia. Í dag fer ég í síðasta prófið mitt fyrir jól. 
Mikið sem það verður gott að ljúka því af. 
Börnin mín bestu fá að halda Luciu fögnuð í leikskólanum. Þar klæða þau sig upp sem Santa Lucia og Piparkökustrákur og syngja Luciu lagið. Eftir þessa athöfn er svo jólakaffi fyrir foreldrana.

Fögnuðurinn hefst kl. 15 og prófið mitt byrjar á sama tíma. Ég er mjög svekkt yfir að geta ekki tekið þátt í þessu með þeim en stundum verður maður að fórna ýmsu í þágu einhvers annars.
Billi kemst sem betur fer og getur tekið þetta allt saman upp fyrir mig.

Piparkökustrákurinn minn og Lucian mín.


Jæja, best að klára að fara yfir efnið.

Eigið góðan föstudag. Loksins komin helgi.

brynja-g 

2 comments:

  1. Ji þau eru svo sæt! :) Gangi þér vel í prófinu þínu, hugsa til þín! xxx

    ReplyDelete
  2. Æ þau eru svo falleg :) velkomin í jólafrí ! xx
    kv. Auður J

    ReplyDelete