Saturday, December 7, 2013

Laugardagur til lærdóms

Í gær kom fyrsti snjórinn. Loksins. 
Ég var farin að halda að hann myndi ekki láta sjá sig fyrir jól, sem betur fer gerði hann það blessaður.



Þessi helgi fer eins og hjá svo mörgum öðrum í lærdóm. Billi er að vinna í dag svo að ég er mjög heppin að hafa tengdaforeldra mína hjá mér til þess að vera með krökkunum. 
Þeim finnst það sko ekki leiðinlegt.
Mér heyrist sem dagurinn verði stútfullur af fjöri. 

Á meðan les ég allt um aðhvarfsgreiningu, skewness, kurtosis og leif. Mikið hlakka ég til. Eða ekki.



EN...bráðum búið!

Njótið dagsins.

brynja-g

1 comment:

  1. Úff er í sama pakka! Það besta við próf og í mínu tilfelli ritgerðarskrif er að maður nýtur þess svo miklu betur að hafa það gott þegar maður loksins kemst í frí :)

    ReplyDelete