Wednesday, December 14, 2011

Frelsið nálgast

Bara eitt próf eftir , mikið verður frelsið ljúft!
Ég fer sem sagt í eitt próf í fyrramálið og eftir það verð ég komin í jólafrí. Ekki amalegt það!

Ég ætla sko að fagna þessum próflokum með stæl.
  Ég er búin að ákveða að fimmtudagskvöldið verði extra jólalegt. Þá verður hlustað á jólalög, pakkað inn jólagjöfum og jólakortin kláruð svo eitthvað sé nefnt. 
Á föstudaginn ætlum við Billi að fara með nokkrum vinum á jólahlaðborð á Fiskmarkaðnum, ég er mjög spennt að fara þangað og borða góða matinn þeirra. 

Svo er að sjálfsögðu toppurinn eftir, því á laugardaginn ætla ég að stinga af til Svíþjóðar í smá stelpuferð til hennar Elísabetar minnar. Mikið sem ég er nú spennt. Það verður fínt að fara í smá "húsmæðraorlof". Ég er reyndar alveg gífurlega stressuð að fara frá börnunum í nokkra daga, það hefur aldrei gerst áður. Það verður líklega miklu erfiðara fyrir mig heldur en þau!
En ég efast ekki um að Elísabet verði búin að plana tímann okkar saman vel svo að ég þurfi nú ekki að fá of mikla heimþrá :)

xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment