Friday, December 30, 2011

Síðasti föstudagur ársins

Þá er komið að síðasta föstudegi ársins. Föstudagar eru einir af mínum uppáhalds dögum. Mér finnst alltaf ákveðin stemmning að sjá að fylgiblaðið "Föstudagur" er komið inn um lúguna þegar ég vakna. Þar er krossgáta sem ég geri alltaf. Billi gerir Sudoku þrautirnar. Á föstudögum gerum við líka alltaf hina alræmdu "föstudagspizzu", sem að þessu sinni verður í boði móður minnar. Kvöldin fara oftar en ekki í kósý kúr, sjónvarpsgláp og nammiát.
Það er bara eitthvað við föstudaga, þeir eru svo ljúfir. Finnst ykkur það ekki?

Þessi föstudagur fer eins og síðustu dagar í pakkningar. Það getur verið ákveðin áskorun að pakka með tvo litla grislinga skoppandi um íbúðina. Við erum heppin að hafa nóg af fólki í kringum okkur sem er tilbúið til að aðstoða okkur. Á milli verður maður bara að bjarga sér, eins og sjá má á þessari mynd.

 En við ætlum líka að fara með börnin út á snjóþotur sem afi Billi gaf þeim. Mamman er allavega mjög spennt að fara út að leika í snjónum!

Eigið góðan dag!

xxx
brynja-g



1 comment:

  1. Ohh krúttin =) Gangi þér vel að pakka Brynja mín!

    Knús!

    ReplyDelete