Monday, December 26, 2011

Jólaleti

Það er eiginlega skammarlegt hvað er langt síðan ég bloggaði. Það hefur bara verið svo mikið að gera að ég hef bókstaflega ekki haft tíma!
En nú er ég sest niður og ætla að fara yfir síðustu daga, í styttri orðum en hægt væri.

Ég kláraði prófin 15.des, þvílíkur léttir. Þann 16.des fórum við Billi á jólahlaðborð á Fiskmarkaðnum með 7 öðrum frábærum pörum, NAMM hvað það var gott!
Daginn eftir skellti ég mér til Elísabetar vinkonu í heimsókn til Svíþjóðar og tók Kára Snæ með mér. Ég gat ómögulega farið ein og skilið bæði börnin eftir. Nöfnin þeirra voru sett í skál og svo dregið. Bryndís Kara fer bara næst ein með mömmu sinni í smá frí.
Þegar við komum svo heim var svo stutt í jólin, margt að gera og svo bara leið tíminn!

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ég vona að þið hafið haft það rosalega gott hingað til. Jólin eru nú ekki alveg búin. Ég er allavega búin að hafa það alveg ótrúlega gott, borða mikið, horfa á mínar árlegu jólamyndir, Love Actually og The Holiday og bara njóta þess að vera til.
 


Það styttist óðfluga í flutning. Við þurfum víst að fara með búslóðina okkar niður í Eimskip ekki seinna en 3.janúar svo að ég verð í miklum pakkningum á milli jóla og nýárs. Þetta er ótrúlega óraunverulegt, en á sama tíma alveg hrikalega spennandi.

xxx
brynja-g


No comments:

Post a Comment