Sunday, December 11, 2011

Undir heimspekilegum áhrifum...

Í þessum skrifuðu orðum sit ég og læri fyrir heimspeki próf sem er í fyrramálið. Heimspeki getur verið ótrúlega illskiljanleg og flókin, en hún getur líka verið bara svolítið skemmtileg. Heimspekin sem að ég er í leggur áherslu á siðfræðilegar ákvarðanir lækna og hjúkrunarfræðinga. Ég var að lesa dæmisögu sem af einhverjum ástæðum snerti mig. Ég ætla í stuttu máli að útskýra hana.

Árið 1983 var nýburi í Bandaríkjunum sem fæddist með klofinn hrygg, rofna og útbungandi mænu, vatnshöfuð og það sem var kannski alvarlegast, smáheila (óeðlilega lítið höfuð sem gefur til kynna að hluta af heilanum vanti).
Litla barnið þurfti nauðsynlega á skurðaðgerð að halda vegna klofna hryggjarins. Það voru tveir læknar sem komu sem mest að þessu máli. Læknir A taldi að aðgerðin væri tilgangslaus þar sem að barnið yrði aldrei fært um að lifa lífi sem kalla mætti mennskt. Barnið yrði fatlað, myndi líklega ekki þekkja foreldra sína, gæti ekki haft stjórn á hægðum né þvagi og í stutt máli bundin við rúm og aðstoð alla ævi. Hann taldi einnig að það væri ólíklegt að barnið myndi lifa lengi.
Læknir B taldi að ástandið væri ekki alveg vonlaust og senda ætti því litlu stúlkuna strax í aðgerð.
Þetta mál olli miklum usla í þjóðfélaginu. Það fór m.a. nokkrum sinnum fyrir dóm. 
Fólk hafði margar mismunandi skoðanir á málinu. Sumir voru sammála lækni A, aðrir lækni B. 
Sumir töldu að verið væri að mismuna fötluðum einstakling, sem væri bannað með lögum. Aðrir töldu að gera ætti það sem kæmi best út fyrir barnið. Læknir A taldi að það myndi ekki gagnast barninu á neinn skilvirkan hátt að gangast undir aðgerðina.

Foreldrarnir ákváðu að senda barnið ekki í aðgerðina vegna þess að uppskurður virtist ekki vera barninu til góðs.
Fimm árum seinna var barnið enn á lífi, í hjólastól, altalandi og að byrja í skóla fyrir fötluð börn. Foreldrarnir höfðu því í rauninni tekið ranga ákvörðun. Þetta var samt að sjálfsögðu eitthvað sem að þau vissu ekki að myndi gerast. Það er svo hröð þróun í vísindum. En það er einmitt málið. 
Á maður ekki að leyfa öllum að njóta sama réttar til lífs, burtséð frá því hvort að þeir séu svona eða hinsegin? 
Að sjálfsðgðu tekur maður tillit til aðstæðna. Ef maður myndi vita fyrir víst að einstaklingurinn yrði bundinn við öndunarvél og kæmist ekki til meðvitundar myndi maður kannski gera eitthvað öðruvísi.
Verður framtíðin ekki bara að leiða í ljós hvernig hlutirnir fara?
Mín skoðun er allavega sú að allir eiga sinn lífsrétt og við eigum að gera okkar besta til að skapa öllum einstaklingum það besta líf sem möguleiki er á.

En...það víst alltaf koma upp siðferðislegar ádeilur í öllum stéttum og maður verður bara að líta á það sem skemmtilegt verkefni, ekki satt?!

Ég held að það sé kominn tími á að halda þessum lærdómi áfram. Mig langaði bara að deila þessu með ykkur.


xxx
brynja-g

1 comment:

  1. Áhugaverð saga, svona vandamál spretta upp reglulega.
    En er semsagt verið að prófa ykkur í heimspekispurningum sem hafa líklega ekkert rétt eða rangt svar?! ;)

    ReplyDelete