Thursday, December 29, 2011

Pakka pakka

Í dag er dagur tvö í pakkningum. Ég er búin að losa mig við alveg helling af fötum og dóti sem fer beinustu leið í Kolaportið. Við Billi verðum þar að selja af okkur spjarirnar og fleira sunnudaginn 8.janúar. Endilega kíkið á okkur.
Ég er orðin svo vön að pakka að mér finnst það eiginlega bara orðið gaman...


...dæmi hver fyrir sig hvort það sé jákvætt eða neikvætt!

Við ætlum að fara á jólaball hjá Oddfellow reglunni í Hafnarfirði í dag. Ég hlakka mikið til að dansa með börnunum og hitta jólasveininn, það verður gaman.
Svo nálgast áramótin hratt og mikið spáð í hvað skuli gera og í hverju vera. Það kemur nú allt í ljós bara með tímanum held ég. Forgangurinn er allavega að pakka.

Ég sá frétt um "best celeb haircut" þar sem að sigurvegari ársins er Emma Watson. Þetta er annað árið í röð sem að Watson fær titilinn. Þetta hefur vakið mikla athygli því að Jennifer Aniston hefur löngum þótt vera fyrirmynd hvað varðar náttúrulegt og flott hár og eru margir hissa á að Aniston hafi "glatað" sætinu tvö ár í röð.


Verandi mikill Aniston aðdáandi myndi ég velja hana fram yfir Watson, hiklaust!

En misjafn er smekkur manna, sem betur fer.

Aftur í pakkningar.

xxx
brynja-g

No comments:

Post a Comment